Á bókasafni Myndlistaskólans í Reykjavík er prýðisgott safn bóka, tímarita og annarra gagna á sviði sjónlista og tengdra fræða og er safnkosturinn skráður í Gegni. Safnið er opið almenningi en einungis kennarar og nemendur í fullu námi við skólann geta fengið bækur lánaðar út af safninu.
Bókasafnið er miðsvæðis á annarri hæð skólans og er opið á meðan kennsla fer fram.
Starfsfólk er við störf mánudaga til föstudaga frá 9 – 13. Netfang safnsins er bokasafn@mir.is
Velkomin á bókasafnið!