Nemendafélag

Skv. 39. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 skal nemendafélag starfa í hverjum framhaldsskóla. Nemendur í dagskóladeildum Myndlistaskólans í Reykjavík hafa með sér félag, Nemendafélag Myndlistaskólans í Reykjavík. Félagið starfar skv. lögum sem það hefur sett sér og sitja í stjórn fulltrúar allra hópa, að lágmarki 6 manns. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að halda uppi fjölbreyttu félagsstarfi innan skólans en jafnframt skipar félagið tvo fulltrúa til skólaráðs og einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.