Starfsfólk

Skólameistari

Áslaug Thorlacius

Áslaug

Sími: 412 3170
skolastjori@mir.is
aslaug@mir.is

Áslaug lauk prófi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Jafnframt hefur hún B.A. próf í rússnesku og almennri bókmenntafræði frá HÍ og diplómu í listkennslu frá LHÍ. Hún var deildarstjóri sjónlistadeildar Myndlistaskólans en auk þess hefur hún kennt við Melaskóla í Reykjavík og Háskóla Íslands. Áslaug hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir hönd myndlistarmanna, m.a. sem stjórnarformaður Nýlistasafnsins um tveggja ára skeið, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna í sjö ár auk þess að skrifa vikulega myndlistargagnrýni í DV á fimm ára bili. Hún hefur haldið um tuttugu einkasýningar og tekið þátt í álíka mörgum samsýningum, bæði heima og erlendis og verk eftir hana eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss. Áslaug hóf störf sem skólameistari í júní 2014.

Rekstrarstjóri

Steingerður Hreinsdóttir

Sími: 412 3164
steingerdur@mir.is

Áfanga- og skjalastjóri

Yean Fee Quay

Sími: 412 3175
yeanfee@mir.is

Yean Fee hefur fyrst og fremst yfirumsjón með Innu og vefsíðu skólans, en leiðir einnig ýmis tímabundin verkefni á stafrænu sviði, s.s. innleiðingu á Office 365 og skjalastjórnunarkerfi. Áður en hún tók við starfi við Myndlistaskólann í Reykjavík, hafði Yean Fee yfirumsjón með framleiðslu og stjórnun sýninga á listasöfnum í Reykjavík, Singapúr og New York. Hún lauk meistara- og BA-gráðu í myndlist í New York snemma á tíunda áratugnum og hefur búið lengst af starfsævi sinni á Íslandi.

Bókari

Deborah Leah Bergsson

Sími: 412 3162

debbie@mir.is

Erasmus

Silfrún Una Guðlaugsdóttir

Sími: 412 3165

silfrun@mir.is

Skrifstofa

Halla Kjartansdóttir

Halla Kjartansdóttir Bw

Sími: 412 3160
mir@mir.is
hallakjartans@mir.is

Halla hefur lokið BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði og MA- prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, auk kennsluréttinda frá sama skóla. Hún hefur starfað sem íslenskukennari í framhaldsskóla hátt í þrjá áratugi en hefur tekið sér leyfi frá kennslu og dvalið erlendis við nám og störf, bæði í Svíþjóð og á Ítalíu. Hún hefur gegnt ýmsum leiðtoga- og stjórnunarstörfum í framhaldsskóla, sat m.a. í stýrihópi á vegum menntamálaráðuneytisin sem vann grunnramma að nýrri námskrá fyrir framhaldsskóla árið 2008 og sat nokkur ár í stjórn Samtaka móðurmálskennara. Allt frá árinu 2001 hefur hún unnið sjálfstætt við þýðingar á bókmenntum samhliða kennslu. Útgefnar þýðingar hennar eru á þriðja tug, aðallega úr sænsku en einnig úr norsku, dönsku og ítölsku. Halla hefur ritstýrt og þýtt kennsluefni, tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi kennara og þýðenda, haldið erindi bæði um bókmenntir, þýðingar og kennslu, skrifað greinar um kennsluaðferðir í fagtímarit íslenskukennara og einnig greinar um bókmenntir og bókmenntagagnrýni í blöð og tímarit. Hún bjó um tíma og starfað í Uppsölum í Svíþjóð og lagði stund á ítölskunám við háskólann í Palermo á Sikiley veturinn 2014-2015. Upp frá því urðu bókmenntaþýðingar hennar aðalstarf. Haustið 2016 var hún ráðin stundakennari í íslensku á listnámsbraut Myndlistaskólans í Reykjavík og í upphafi ársins 2019 tók hún einnig við hlutastarfi á bókasafni skólans.

Öryggis- og tæknimál

Sigurjón Gunnarsson

Sigurjón

Sími: 412 3179
sigur@mir.is

Sigurjón hefur lengstan starfsaldur fastra starfsmanna. Hann kom fyrst í skólann á námskeið í málun ca. 1987 og sótti ýmis námskeið í skólanum næstu árin, lengst af í módelteikningu og módelmálun ásamt öðru. Hann er með MCSA vottun í kerfisstjórnun og sinnir daglegum rekstri tölvukerfis skólans auk þess að aðstoða kennara og nemendur með tæknimál. Sigurjón hefur líka smíðað þrívíddarprentara fyrir keramikdeild skólans.

Almenn námskeið

Katrín Helga Andrésdóttir


namskeid@mir.is
katrin.helga@mir.is

Barna- og unglinganámskeið

Þuríður Ósk Smáradóttir

Sími: 412 3163

thuridur@mir.is

Náms- og starfsráðgjafi

Anna Sigurðardóttir

Anna

Sími: 412 3180

namsrad@mir.is
anna@mir.is

Anna er menntaður náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og hefur kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið M.A. gráðu í samskiptastjórnun. Anna hefur sótt kvöldnámskeið í teikningu við skólann og haft gaman af. Hún stefnir á að taka fleiri áfanga við skólann. Anna hefur starfað sem náms- og starfsráðgjafi við Myndlistaskólann í Reykjavík frá haustinu 2011.

Listnámsbraut (nám til stúdentsprófs og fornám)

Þórunn María Jónsdóttir

Thorunn 2

Sími: 412 3172
sjonlist@mir.is
thorunnmaria@mir.is

Keramikbraut

Katrín Valgerður Karlsdóttir

Sími: 412 3174
kvalka@mir.is
keramik@mir.is

Listmálarabraut

Jón B. K. Ransu

Ransu 2

Sími: 412 3171
malaralist@mir.is
ransu@mir.is

Ransu, eins og hann er oftast kallaður, nam myndlist með áherslu á listmálun í Hollandi og listgreinakennslu í LHÍ. Hann hefur jöfnum höndum fengist við málaralist og skrif um myndlist. Ransu starfaði sem myndlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu í átta ár og er höfundur tveggja bóka um samtímamyndlist sem hafa verið notaðar í kennslu, bæði hjá framhaldsskólum og á háskólastigi, auk þess að hafa skrifað í fjölda sýningarskráa, fagtímarita og bóka um myndlist á Íslandi og erlendis. Þá hefur hann tekið að sér sýningarstjórn fyrir söfn og gallerí á Íslandi og Noregi. Ransu hefur verið deildarstjóri málaralistar frá upphafi brautarinnar haustið 2016.

Teiknibraut

Halldór Baldursson

Halldór Baldurs Bw

Sími: 412 3177

halldor@mir.is

Halldór lauk námi frá grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Hann starfar sem skopteiknari Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess sem hann hefur myndskreytt tugi bóka, auglýsingaefni og annað slíkt. Halldór hefur kennt námskeið í teikningu og myndskreytingu í hartnær 20 ár, nú í Myndlistaskólanum í Reykjavík og áður í LHÍ.

Textílbraut

Margrét Katrín Guttormsdóttir

Sími: 412 3176
textill@mir.is
margret@mir.is

Keramikverkstæði

Viktor Breki Óskarsson

viktor@mir.is

Ræsting

Maryna Buhai

marynabuhai@mir.is

Ræsting og viðhald

Yurii Buhai

yuriibuhai@mir.is