Starfsfólk

Anna Cynthia Leplar

Deildarstjóri teiknibrautar og námskeiða

Cindy

Sími: 4123177

teikning@mir.is / namskeid@mir.is

Anna er með B.A. gráðu í myndlist frá Ruskin School of Drawing and Fine Art í Oxford háskólanum. Hún hefur myndskreytt á fjórða tug barnabóka fyrir bókaforlög bæði á Íslandi og erlendis, t.d. Penguin Books, Bloomsbury, Dorling-Kindersley og Folio Society, auk þess að starfa sem grafískur hönnuður og bókahönnuður. Hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og má þar nefna fyrstu Fjöruverðlaunin 2007. Verk eftir Önnu er hægt að sjá á vefnum elizabethroy.co.uk. Anna hefur verið deildarstjóri við teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík síðan 2011.

Anna Sigurðardóttir

Námsráðgjafi

Anna

namsrad@mir.is

Anna er menntaður náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og hefur kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið M.A. gráðu í samskiptastjórnun. Anna hefur sótt kvöldnámskeið í teikningu við skólann og haft gaman af. Hún stefnir á að taka fleiri áfanga við skólann. Anna hefur starfað sem námsráðgjafi við Myndlistaskólann í Reykjavík frá haustinu 2011.

Ágústa Sveinsdóttir

Markaðs- og áfangastjóri

Sími: 4123163

markadsmal@mir.is / agusta@mir.is

Ágústa Sveinsdóttir er menntaður vöruhönnuður. Hún stundaði fornám við Myndlistaskólann í Reykjavík veturinn 2010-2011 og útskrifaðist síðan frá Listaháskóla Íslands árið 2014 með B.A. gráðu í vöruhönnun. Eftir útskrift starfaði hún sjálfstætt sem hönnuður, hlaut styrki og tók þátt í sýningum ásamt því að sjá um markaðsmál og viðburðastjórnun fyrir ýmis fyrirtæki. Haustið 2019 tók Ágústa við starfi áfanga- og markaðsstjóra Myndlistaskólans í Reykjavík.

Áslaug Thorlacius

Skólastjóri

Áslaug

Sími: 4123170

skolastjori@mir.is / aslaug@mir.is


Áslaug lauk prófi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Jafnframt hefur hún B.A. próf í rússnesku og almennri bókmenntafræði frá HÍ og diplómu í listkennslu frá LHÍ.  Hún var deildarstjóri sjónlistadeildar Myndlistaskólans en auk þess hefur hún kennt við Melaskóla í Reykjavík og Háskóla Íslands. Áslaug hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir hönd myndlistarmanna, m.a. sem stjórnarformaður Nýlistasafnsins um tveggja ára skeið, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna í sjö ár auk þess að skrifa vikulega myndlistargagnrýni í DV á fimm ára bili. Hún hefur haldið um tuttugu einkasýningar og tekið þátt í álíka mörgum samsýningum, bæði heima og erlendis og verk eftir hana eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss. Áslaug hóf störf sem skólastjóri í júní 2014.

Björg Elín Pálsdóttir

Fjármálastjóri

Björg

Sími: 4123164

bokhald@mir.is 

Björg útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri vorið 1992. Hún hóf störf hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2011 en vann áður við bókhald og laun hjá ýmsum ólíkum fyrirtækjum. Björg sér um bókhald, laun og fjármál skólans.

Charlotta R. Magnúsdóttir

Deildarstjóri barna- og unglingadeildar

Lotta

Sími: 4123175

barnadeild@mir.is / charlotta@mir.is

Charlotta útskrifaðist úr keramikdeild Mynd-og handíðaskólans árið 1991 og hefur starfað sem leirlistakona síðan. Hún var í diplómanámi til kennsluréttinda við LHÍ 2002-03 og í listfræði við HÍ 2012-13. Charlotta hefur kennt börnum myndlist frá árinu 1998 bæði í leikskólum og grunnskólum.  Hún hóf störf sem deildarstjóri barnadeildar Myndlistaskólans Í Reykjavík haustið 2017 þar sem hún heldur utan um skipulag, ráðningu kennara auk annarra sérverkefna.

Einar Garibaldi Eiríksson

Deildarstjóri listnámsbrautar

Einar

Sími: 4123172

sjonlist@mir.is

einargaribaldi.is

Einar stundaði nám við málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist við Brera Listaháskólann í Mílanó á Ítalíu. Einar á að baki langan feril sýninga og hafa verk hans fengið að ferðast víða. Einar hefur fengist töluvert við umfjöllun um myndlist á opinberum vettvangi, m.a. sem gagnrýnandi og sýningarstjóri. Jafnhliða listsköpun sinni hefur hann sinnt fjölbreyttum kennslu- og stjórnunarstörfum og gegndi m.a. prófessorstöðu við myndlistadeild Listaháskóla Íslands áður en að hann kom til starfa við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Gunnar Einarsson

Umsjónarmaður smíðaverkstæðis

Gunni

gunnar@mir.is

Gunnar er menntaður húsasmíðameistari. Hann vann við smíðar í tíu ár og stýrði svo stórum sem smáum byggingaframkvæmdum í þrjátíu ár til viðbótar. Gunnar byrjaði að lagfæra JL-húsið að utan og breyta þriðju hæð þess í skóla fyrir myndlist í júlí 2010, og hefur starfað fyrir skólann allar götur síðan.

Ína Salóme Hallgrímsdóttir

Skrifstofustjóri og kennari

Ína

Sími: 4123161

mir@mir.is / ina@mir.is

Ína útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands með kennsluréttindi vorið 1978 og var í framhaldsnámi í Textílinstitutet Borås í Svíþjóð árið 1979 og Skolen for brugkunst í Kaupmannahöfn veturinn 1979-80. Hún hefur hún haldið fjölda einka- og samsýninga í gegnum árin, hér heima og erlendis, mest á sviði textíls. Meðal helstu verka Ínu eru veggtjöld í Hásölum, safnaðarheimili Hafnafjarðarkirkju, sem unnin voru í samvinnu við hljóðsérfræðing og arkitekta hússins. Ína hefur setið í dómnefndum, bæði hér heima og erlendis, t.d. á norræna textíltríenalnum 1992. Ína Salóme hefur starfað við Myndlistaskólann í Reykjavík síðan 1999 bæði í kennslu og á skrifstofu.

Jón B. K. Ransu

Deildarstjóri listmálarabrautar

Ransu 2

Sími: 4123171

malaralist@mir.is

Ransu, eins og hann er oftast kallaður, nam myndlist með áherslu á listmálun í Hollandi og listgreinakennslu í LHÍ. Hann hefur jöfnum höndum fengist við málaralist og skrif um myndlist. Ransu starfaði sem myndlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu í átta ár og er höfundur tveggja bóka um samtímamyndlist sem hafa verið notaðar í kennslu, bæði hjá framhaldsskólum og á háskólastigi, auk þess að hafa skrifað í fjölda sýningarskráa, fagtímarita og bóka um myndlist á Íslandi og erlendis. Þá hefur hann tekið að sér sýningarstjórn fyrir söfn og gallerí á Íslandi og Noregi. Ransu hefur verið deildarstjóri málaralistar frá upphafi brautarinnar haustið 2016. 

Krzysztof Kisielewski

Umsjónarmaður ræstinga og viðhalds

Kris

kris@mir.is

Krysztof er menntaður byggingartæknifræðingur og er með réttindi til byggingareftilits. Hann hefur starfað sem verkstjóri í byggingaframkvæmdum bæði í Pólandi og Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur Krysztof starfað í byggingariðnaði en frá árinu 2012 hefur hann starfað við almennt viðhald og sem ræstitæknir hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Lilý Erla Adamsdóttir

Deildarstjóri textílbrautar

Sími: 4123176

textill@mir.is

Lilý Erla Adamsdóttir lauk BA prófi í myndlist frá LHÍ árið 2011. Þá útskrifaðist hún með diplóma í textíl frá Myndlistaskólanum vorið 2014 og síðar meistaragráðu í myndlist með sérhæfingu í textíl frá Textílháskólanum í Borås í Svíþjóð vorið 2017. Lilý tók við starfi deildarstjóra textíldeildar sumarið 2019.

Margrét Birgisdóttir

Skrifstofustjóri

Margrét

Sími: 4123160

mir@mir.is / margretbirgis@mir.is

Margrét útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista-og handíðaskólans árið 1985. Hún er í félaginu Íslensk grafík, hefur sýnt með þeim og haldið nokkrar einkasýningar. Áður starfaði Margrét hjá Íslandsbanka og í hönnunarversluninni Kraum. Margrét sinnir almennum skrifstofustörfum hjá Myndlistaskólanum: svarar fyrirspurnum, skráir inn nýja nemendur, greiðir reikninga o.s.frv.

Sigurjón Gunnarsson

Umsjónarmaður öryggis- og tæknimála

Sigurjón

Sími: 4123179

sigur@mir.is

Sigurjón hefur lengstan starfsaldur fastra starfsmanna. Hann kom fyrst í skólann á námskeið í málun ca. 1987 og sótti ýmis námskeið í skólanum næstu árin, lengst af í módelteikningu og módelmálun ásamt öðru. Hann er með MCSA vottun í kerfisstjórnun og sinnir daglegum rekstri tölvukerfis skólans auk þess að aðstoða kennara og nemendur með tæknimál. Sigurjón hefur líka smíðað þrívíddarprentara fyrir keramikdeild skólans.

Sigurlína Margrét Osuala

Deildarstjóri keramikbrautar og alþjóðafulltrúi

Lína

Sími: 4123174

keramik@mir.is / sigurlina@mir.is

Sigurlína lauk M.A. gráðu í keramiki frá Aalto University í Helsinki og hefur kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Sigurlína hefur sinnt kennslu bæði í Finnlandi og á Íslandi og auk þess að hafa umsjón með framleiðslu á keramikvöru hjá fyrirtækinu Sun Ceramics. Sigurlína sinnir einnig eigin keramikvinnu og tekur þátt í sýningum. Hún er sérhæfð í gifsmótagerð og tekur að sér sjálfstæð verkefni fyrir hönnuði og leirlistafólk. Sigurlína hóf störf við keramikdeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2009.

Wieslawa Kisielewska

Umsjón ræstinga

Halla Kjartansdóttir

Kennari og starfsmaður á bókasafni

Halla Kjartansdóttir Bw

Halla hefur lokið BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði og MA- prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, auk kennsluréttinda frá sama skóla. Hún hefur starfað sem íslenskukennari í framhaldsskóla hátt í þrjá áratugi en hefur tekið sér leyfi frá kennslu og dvalið erlendis við nám og störf, bæði í Svíþjóð og á Ítalíu. Hún hefur gegnt ýmsum leiðtoga- og stjórnunarstörfum í framhaldsskóla, sat m.a. í stýrihópi á vegum menntamálaráðuneytisin sem vann grunnramma að nýrri námskrá fyrir framhaldsskóla árið 2008 og sat nokkur ár í stjórn Samtaka móðurmálskennara. Allt frá árinu 2001 hefur hún unnið sjálfstætt við þýðingar á bókmenntum samhliða kennslu. Útgefnar þýðingar hennar eru á þriðja tug, aðallega úr sænsku en einnig úr norsku, dönsku og ítölsku. Halla hefur ritstýrt og þýtt kennsluefni, tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi kennara og þýðenda, haldið erindi bæði um bókmenntir, þýðingar og kennslu, skrifað greinar um kennsluaðferðir í fagtímarit íslenskukennara og einnig greinar um bókmenntir og bókmenntagagnrýni í blöð og tímarit. Hún bjó um tíma og starfað í Uppsölum í Svíþjóð og lagði stund á ítölskunám við háskólann í Palermo á Sikiley veturinn 2014-2015. Upp frá því urðu bókmenntaþýðingar hennar aðalstarf. Haustið 2016 var hún ráðin stundakennari í íslensku á listnámsbraut Myndlistaskólans í Reykjavík og í upphafi ársins 2019 tók hún einnig við hlutastarfi á bókasafni skólans.

Karlotta Blöndal

Kennari og starfsmaður á bókasafni

www.karlottablondal.is

Karlotta Blöndal lauk masternámi í myndlist frá Listaháskólanum í Malmö/Lundarháskóla 2002 eftir að BA námi lauk við MHÍ. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölmörgum sam-sýningum víða um heim, dvalið á vinnustofum og haldið einkasýningar. Hún er meðlimur í langtímasamstarfinu Könnunarleiðangurinn á Töfrafjallið. Karlotta á verk í opinberri eigu bæði hér á landi og erlendis. Hún var útgefandi og ritstjóri myndlistartímaritsins Sjónauka um árabil. Hún hefur verið stundakennari í myndlist hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík síðan 2010 og starfar nú einnig á bókasafni skólans.

Margrét M. Norðdahl

Deildarstjóri myndlistarbrautar