Starfsfólk og kennarar

Anna Cynthia Leplar

Deildarstjóri teiknibrautar og almennra námskeiða

Cindy

Sími: 4123177

teikning@mir.is / namskeid@mir.is

Anna er með B.A. gráðu í myndlist frá Ruskin School of Drawing and Fine Art í Oxford háskólanum. Hún hefur myndskreytt á fjórða tug barnabóka fyrir bókaforlög bæði á Íslandi og erlendis, t.d. Penguin Books, Bloomsbury, Dorling-Kindersley og Folio Society, auk þess að starfa sem grafískur hönnuður og bókahönnuður. Hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og má þar nefna fyrstu Fjöruverðlaunin 2007. Verk eftir Önnu er hægt að sjá á vefnum elizabethroy.co.uk. Anna hefur verið deildarstjóri við teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík síðan 2011.

Anna Sigurðardóttir

Námsráðgjafi

Anna

namsrad@mir.is

Anna er menntaður náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og hefur kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið M.A. gráðu í samskiptastjórnun. Anna hefur sótt kvöldnámskeið í teikningu við skólann og haft gaman af. Hún stefnir á að taka fleiri áfanga við skólann. Anna hefur starfað sem námsráðgjafi við Myndlistaskólann í Reykjavík frá haustinu 2011.

Ágústa Sveinsdóttir

Markaðs- og áfangastjóri

Sími: 4123163

markadsmal@mir.is / agusta@mir.is

Ágústa Sveinsdóttir er menntaður vöruhönnuður. Hún stundaði fornám við Myndlistaskólann í Reykjavík veturinn 2010-2011 og útskrifaðist síðan frá Listaháskóla Íslands árið 2014 með B.A. gráðu í vöruhönnun. Eftir útskrift starfaði hún sjálfstætt sem hönnuður, hlaut styrki og tók þátt í sýningum ásamt því að sjá um markaðsmál og viðburðastjórnun fyrir ýmis fyrirtæki. Haustið 2019 tók Ágústa við starfi áfanga- og markaðsstjóra Myndlistaskólans í Reykjavík.

Áslaug Thorlacius

Skólastjóri

Áslaug

Sími: 4123170

skolastjori@mir.is / aslaug@mir.is


Áslaug lauk prófi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Jafnframt hefur hún B.A. próf í rússnesku og almennri bókmenntafræði frá HÍ og diplómu í listkennslu frá LHÍ.  Hún var deildarstjóri sjónlistadeildar Myndlistaskólans en auk þess hefur hún kennt við Melaskóla í Reykjavík og Háskóla Íslands. Áslaug hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir hönd myndlistarmanna, m.a. sem stjórnarformaður Nýlistasafnsins um tveggja ára skeið, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna í sjö ár auk þess að skrifa vikulega myndlistargagnrýni í DV á fimm ára bili. Hún hefur haldið um tuttugu einkasýningar og tekið þátt í álíka mörgum samsýningum, bæði heima og erlendis og verk eftir hana eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss. Áslaug hóf störf sem skólastjóri í júní 2014.

Björg Elín Pálsdóttir

Fjármálastjóri

Björg

Sími: 4123164

bokhald@mir.is 

Björg útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri vorið 1992. Hún hóf störf hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2011 en vann áður við bókhald og laun hjá ýmsum ólíkum fyrirtækjum. Björg sér um bókhald, laun og fjármál skólans.

Charlotta R. Magnúsdóttir

Deildarstjóri barna- og unglingadeildar

Lotta

Sími: 4123175

barnadeild@mir.is / charlotta@mir.is

Charlotta útskrifaðist úr keramikdeild Mynd-og handíðaskólans árið 1991 og hefur starfað sem leirlistakona síðan. Hún var í diplómanámi til kennsluréttinda við LHÍ 2002-03 og í listfræði við HÍ 2012-13. Charlotta hefur kennt börnum myndlist frá árinu 1998 bæði í leikskólum og grunnskólum.  Hún hóf störf sem deildarstjóri barnadeildar Myndlistaskólans Í Reykjavík haustið 2017 þar sem hún heldur utan um skipulag, ráðningu kennara auk annarra sérverkefna.

Einar Garibaldi Eiríksson

Deildarstjóri listnámsbrautar

Einar

Sími: 4123172

sjonlist@mir.is

einargaribaldi.is

Einar stundaði nám við málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist við Brera Listaháskólann í Mílanó á Ítalíu. Einar á að baki langan feril sýninga og hafa verk hans fengið að ferðast víða. Einar hefur fengist töluvert við umfjöllun um myndlist á opinberum vettvangi, m.a. sem gagnrýnandi og sýningarstjóri. Jafnhliða listsköpun sinni hefur hann sinnt fjölbreyttum kennslu- og stjórnunarstörfum og gegndi m.a. prófessorstöðu við myndlistadeild Listaháskóla Íslands áður en að hann kom til starfa við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Gunnar Einarsson

Umsjónarmaður smíðaverkstæðis

Gunni

gunnar@mir.is

Gunnar er menntaður húsasmíðameistari. Hann vann við smíðar í tíu ár og stýrði svo stórum sem smáum byggingaframkvæmdum í þrjátíu ár til viðbótar. Gunnar byrjaði að lagfæra JL-húsið að utan og breyta þriðju hæð þess í skóla fyrir myndlist í júlí 2010, og hefur starfað fyrir skólann allar götur síðan.

Ína Salóme Hallgrímsdóttir

Skrifstofustjóri og kennari

Ína

Sími: 4123161

mir@mir.is / ina@mir.is

Ína útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands með kennsluréttindi vorið 1978 og var í framhaldsnámi í Textílinstitutet Borås í Svíþjóð árið 1979 og Skolen for brugkunst í Kaupmannahöfn veturinn 1979-80. Hún hefur hún haldið fjölda einka- og samsýninga í gegnum árin, hér heima og erlendis, mest á sviði textíls. Meðal helstu verka Ínu eru veggtjöld í Hásölum, safnaðarheimili Hafnafjarðarkirkju, sem unnin voru í samvinnu við hljóðsérfræðing og arkitekta hússins. Ína hefur setið í dómnefndum, bæði hér heima og erlendis, t.d. á norræna textíltríenalnum 1992. Ína Salóme hefur starfað við Myndlistaskólann í Reykjavík síðan 1999 bæði í kennslu og á skrifstofu.

Jón B. K. Ransu

Deildarstjóri listmálarabrautar

Ransu 2

Sími: 4123171

malaralist@mir.is

Ransu, eins og hann er oftast kallaður, nam myndlist með áherslu á listmálun í Hollandi og listgreinakennslu í LHÍ. Hann hefur jöfnum höndum fengist við málaralist og skrif um myndlist. Ransu starfaði sem myndlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu í átta ár og er höfundur tveggja bóka um samtímamyndlist sem hafa verið notaðar í kennslu, bæði hjá framhaldsskólum og á háskólastigi, auk þess að hafa skrifað í fjölda sýningarskráa, fagtímarita og bóka um myndlist á Íslandi og erlendis. Þá hefur hann tekið að sér sýningarstjórn fyrir söfn og gallerí á Íslandi og Noregi. Ransu hefur verið deildarstjóri málaralistar frá upphafi brautarinnar haustið 2016. 

Krzysztof Kisielewski

Umsjónarmaður ræstinga og viðhalds

Kris

kris@mir.is

Krysztof er menntaður byggingartæknifræðingur og er með réttindi til byggingareftilits. Hann hefur starfað sem verkstjóri í byggingaframkvæmdum bæði í Pólandi og Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur Krysztof starfað í byggingariðnaði en frá árinu 2012 hefur hann starfað við almennt viðhald og sem ræstitæknir hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Lilý Erla Adamsdóttir

Deildarstjóri textílbrautar

Sími: 4123176

textill@mir.is

Lilý Erla Adamsdóttir lauk BA prófi í myndlist frá LHÍ árið 2011. Þá útskrifaðist hún með diplóma í textíl frá Myndlistaskólanum vorið 2014 og síðar meistaragráðu í myndlist með sérhæfingu í textíl frá Textílháskólanum í Borås í Svíþjóð vorið 2017. Lilý tók við starfi deildarstjóra textíldeildar sumarið 2019.

Margrét Birgisdóttir

Skrifstofustjóri

Margrét

Sími: 4123160

mir@mir.is / margretbirgis@mir.is

Margrét útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista-og handíðaskólans árið 1985. Hún er í félaginu Íslensk grafík, hefur sýnt með þeim og haldið nokkrar einkasýningar. Áður starfaði Margrét hjá Íslandsbanka og í hönnunarversluninni Kraum. Margrét sinnir almennum skrifstofustörfum hjá Myndlistaskólanum: svarar fyrirspurnum, skráir inn nýja nemendur, greiðir reikninga o.s.frv.

Sigurjón Gunnarsson

Umsjónarmaður öryggis- og tæknimála

Sigurjón

Sími: 4123179

sigur@mir.is

Sigurjón hefur lengstan starfsaldur fastra starfsmanna. Hann kom fyrst í skólann á námskeið í málun ca. 1987 og sótti ýmis námskeið í skólanum næstu árin, lengst af í módelteikningu og módelmálun ásamt öðru. Hann er með MCSA vottun í kerfisstjórnun og sinnir daglegum rekstri tölvukerfis skólans auk þess að aðstoða kennara og nemendur með tæknimál. Sigurjón hefur líka smíðað þrívíddarprentara fyrir keramikdeild skólans.

Sigurlína Margrét Osuala

Deildarstjóri keramikbrautar og alþjóðafulltrúi

Lína

Sími: 4123174

keramik@mir.is / sigurlina@mir.is

Sigurlína lauk M.A. gráðu í keramiki frá Aalto University í Helsinki og hefur kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Sigurlína hefur sinnt kennslu bæði í Finnlandi og á Íslandi og auk þess að hafa umsjón með framleiðslu á keramikvöru hjá fyrirtækinu Sun Ceramics. Sigurlína sinnir einnig eigin keramikvinnu og tekur þátt í sýningum. Hún er sérhæfð í gifsmótagerð og tekur að sér sjálfstæð verkefni fyrir hönnuði og leirlistafólk. Sigurlína hóf störf við keramikdeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2009.

Þuríður Ósk Smáradóttir

Verkstæðisumsjón keramiks og ​kennari

Wieslawa Kisielewska

Umsjón ræstinga

Aðalheiður Valgeirsdóttir

Kennari

Aðalheiður Valgarðs Bw

Aðalheiður er myndlistarmaður, sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Hún útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982. Hún lauk M.A. prófi í listfræði frá HÍ árið 2014 og hafði áður lokið BA-prófi í listfræði með menningarfræði sem aukagrein frá sama skóla. Aðalheiður fékkst mest við grafík í fyrstu en sneri sér síðar að málverkinu. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýninginum víða um heim auk þess að fást við sýningarstjórn, kennslu og halda erindi um myndlist. Aðalheiður kennir málun við Myndlistaskólan í Reykjavík.

Andrea Magdalena Jónsdóttir

Kennari

Andreastærri

Andrea Magdalena Jónsdóttir er með BA gráðu í mannfræði en að loknu námi í Háskóla Íslands lauk hún fornámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún var í myndlistardeild Listaháskóla Íslands en einnig í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun við sama skóla. Andrea útskrifaðist þaðan úr listkennsludeild með MA gráðu. Í náminu skoðaði hún hvernig blindir og þeir sem sjá, skynja fegurð út frá mismunandi nálgunum eigin skynfæra. Samhliða eigindlegri rannsókn gerði hún hljóðverk sem var innsetning í rými og var það til sýnis í Systrasamlaginu í Reykjavík, sumarið 2019. Jafnframt því að kenna við barnadeild í Myndlistaskólanum í Reykjavík þá starfar Andrea einnig sem fræðslufulltrúi hjá Listasafni Reykjavíkur.

Bjarni Hinriksson

Kennari

Bhbw1

Bjarni Hinriksson er myndasöguhöfundur og kennari við teiknibraut skólans. Hann lærði við myndasögudeild myndlistaskólans í Angoulême, Frakklandi, á árunum 1985 til 1989. Bjarni er einn af stofnendum Gisp!-hópsins, sem frá 1990 hefur gefið út samnefnt myndasögublað og ýmsar bækur, auk þess að skipuleggja myndasögusýningar og -hátíðir. Myndasögur eftir Bjarna hafa birst í dagblöðum, tímaritum og bókum á Íslandi, í Skandínavíu og Frakklandi.

Björk Viggósdóttir

Kennari

Brynhildur Þorgeirsdóttir

Kennari

Dagmar Atladóttir

Kennari

Elín Helena Evertsdóttir

Kennari

Elín Helena Evertsdóttir  Mynd

Elín Helena lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og kláraði meistaragráðu í myndlist frá The Glasgow School of art árið 2005. Elín stundar nú listkennslunám á meistarastigi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands samhliða því að kenna í hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Elín hefur haldið fjölda einkasýninga og verið partur af þónokkrum samsýningum, bæði hérlendis og erlendis.

Elva Hreiðarsdóttir

Kennari

Erling Klingenberg

Kennari

Eygló Harðardóttir

Kennari

Eygló lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og framhaldsnámi frá AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede Í Hollandi 1990. Árið 2005 lauk hún B.Ed. gráðu frá menntavísindadeild Háskóla Íslands og 2014 lauk hún M.A. gráðu við listkennsludeild LHÍ. Eygló hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna. Sjá nánar um verk Eyglóar á eyglohardardottir.net. Samhliða listsköpun, sem hún hefur hlotið starfslaun, styrki og viðurkenningar fyrir, hefur Eygló sinnt kennslu frá árinu 2000, bæði í LHÍ og Myndlistaskólanum í Reykjavík. 

Fríða María Harðardóttir

Kennari

Fríða María Bw

Fríða María útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1998. Hún starfaði við kvikmynda- leikhús- og auglýsingagerð í allnokkur ár en hóf mastersnám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands haustið 2017 og mun útskrifast þaðan vorið 2019. Fríða María hefur kennt við barnadeild Myndlistaskólans í Reykjavík frá sumrinu 2018.

Guðbjörg Björnsdóttir

Kennari

Guðbjorg Bjornsdottir Bw

Guðbjörg er Dalakona. Hún lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1991 og námi í leirlist frá Myndlistakólanum í Reykjavík árið 2015. Guðbjörg sinnir leirlistinni á leirverkstæði í Íshúsinu í Hafnafirði. Hún hefur haldið tvær leirlistasýningar í Leifsbúð í Búðardal, 2011 og 2016. Í dag starfar hún sem sérkennari í Lindaskóla og sem myndlistakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Guðný M. Magnúsdóttir

Kennari

Guðný Rúnarsdóttir

Kennari

Gudny R Portret Leifur W  O

Mynd: Leifur Wilberg Orrason

Guðný er með BA gráðu í myndlist frá LHÍ og diplómu í mótun frá MÍR. Árið 2013 útskrifaðist hún með M.Art.Ed. frá Listkennsludeild LHÍ þar sem hún rannsakaði sérstaklega reynslu- og útinám í samhengi við sjónlistir. Hún hefur víðtæka reynslu í að miðla og kenna börnum sjónlistir, nýverið í samstarfi við Skaftfell myndlistarmiðstöð Austurlands í samvinnu við Guðrúnu Benónýsdóttur http://skaftfell.is/landslag-og-hljodmyndir/  Guðný hefur unnið við sjónlistakennslu auk safnafræðslu m.a. í Landakotsskóla, Barnaskólanum í Reykjavík, Gerðarsafni, Hafnarhúsinu, Kjarvalsstöðum, Klifinu og um margra ára skeið í barnadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Guðný starfar einnig sem deildarfulltrúi fyrir Listkennsludeild LHÍ.

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir

Kennari

Guðrún Vera Hjartardóttir

Kennari

Guja Dögg Hauksdóttir

Kennari

Guja Dögg Bw

Guja er arkitekt cand. Arch og rithöfundur. Hún lauk námi frá Arkitekskolen i Aarhus í Danmörku árið 1994. Frá útskrift hefur Guja Dögg einbeitt sér að rannsóknum og miðlun á byggingarlist á mjög breiðum grundvelli, þar með talið kennslu, fyrirlestrahaldi og skrifum, sýningarstjórnun og sýningarhönnun, þáttagerð fyrir sjónvarpið og pistlaskrif fyrir útvarpið. Hún var um árabil deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur þar sem hún lagði áherslu á listræna hlið byggingarlistarinnar. Guja Dögg hefur kennt jöfnum höndum á háskólastigi - m.a. við endurskoðun og þróun kennslu og námsefnis við Arkitektskolen i Århus og Listaháskólann í Reykjavík, á framhaldsskólastigi - m.a. við þróun námsbrauta í hönnun og arkitektúr við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, skipulagt smiðjur við Aalto Academy og Arkki School of Architecture í Finnlandi, menningarhátíðir í Danmörku, Lettlandi, Frakklandi og víðar. Síðast en ekki síst hefur hún kennt að staðaldri við ýmsar deildir Myndlistarskólans í Reykjavík frá árinu 2000. Hún hefur unnið töluvert með tilraunastarf í kennslu í byggingarlist, formi og rými, út frá persónulegri skynjun, upplifun og tjáningu, og skrifað m.a. bókina Byggingarlist í augnhæð - grunnatriði byggingarlistar, sem var tilnefnd til Menningarverðlauna DV.

Guðjón Ketilsson

Kennari

Halla Kjartansdóttir

Kennari og starfsmaður á bókasafni

Halla Kjartansdóttir Bw

Halla hefur lokið BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði og MA- prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, auk kennsluréttinda frá sama skóla. Hún hefur starfað sem íslenskukennari í framhaldsskóla hátt í þrjá áratugi en hefur tekið sér leyfi frá kennslu og dvalið erlendis við nám og störf, bæði í Svíþjóð og á Ítalíu. Hún hefur gegnt ýmsum leiðtoga- og stjórnunarstörfum í framhaldsskóla, sat m.a. í stýrihópi á vegum menntamálaráðuneytisin sem vann grunnramma að nýrri námskrá fyrir framhaldsskóla árið 2008 og sat nokkur ár í stjórn Samtaka móðurmálskennara. Allt frá árinu 2001 hefur hún unnið sjálfstætt við þýðingar á bókmenntum samhliða kennslu. Útgefnar þýðingar hennar eru á þriðja tug, aðallega úr sænsku en einnig úr norsku, dönsku og ítölsku. Halla hefur ritstýrt og þýtt kennsluefni, tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi kennara og þýðenda, haldið erindi bæði um bókmenntir, þýðingar og kennslu, skrifað greinar um kennsluaðferðir í fagtímarit íslenskukennara og einnig greinar um bókmenntir og bókmenntagagnrýni í blöð og tímarit. Hún bjó um tíma og starfað í Uppsölum í Svíþjóð og lagði stund á ítölskunám við háskólann í Palermo á Sikiley veturinn 2014-2015. Upp frá því urðu bókmenntaþýðingar hennar aðalstarf. Haustið 2016 var hún ráðin stundakennari í íslensku á listnámsbraut Myndlistaskólans í Reykjavík og í upphafi ársins 2019 tók hún einnig við hlutastarfi á bókasafni skólans.

Halldór Baldursson

Kennari

Halldór Baldurs Bw

Halldór lauk námi frá grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Hann starfar sem skopteiknari Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess sem hann hefur myndskreytt tugi bóka, auglýsingaefni og annað slíkt. Halldór hefur kennt námskeið í teikningu og myndskreytingu í hartnær 20 ár, nú í Myndlistaskólanum í Reykjavík og áður í LHÍ.

Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Kennari

Helga Palina Bw

Helga útskrifaðist úr textíldeild UIAH - listiðnaðarháskólanum í Helsinki árið 1988 og hafði áður lokið B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis.  Hún kennir textílþrykk í hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ og í textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.

Helga Óskarsdóttir

Kennari

Herborg Eðvaldsdóttir

Kennari

Hildigunnur Birgisdóttir

Kennari

Hildigunnur Birgisdóttir Bw

Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Verk hennar hafa verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu og í Annaellegallery í Stokkhólmi. Í verkum sínum hefur Hildigunnur rannsakað flókin kerfi með notkun hrekklausra eða jafnvel barnslegra tenginga. Hún leikur sér með spennuna sem myndast getur milli þarfar okkar til að útbúa óhlutbundin þekkingakerfi og líkamlegra þolmarka skynkerfa okkar. Verk Hildigunnarafhjúpa annmarka, sérvisku og fjarstæðukennd atriði sem finna má í sköruninni á milli hugsjónar og mannlegra skilningskerfa. Slíkur ágangur kemur sér ekki bara vel, heldur liggur hann til grundvallar verkum Hildigunnar, og gerir áhorfandann óvænt að miðju alheimsins. Hildigunnur kennir við barnadeild Myndlistaskólans í Reykjavík.

Hildur Steinþórsdóttir

Kennari

Jón Axel Björnsson

Kennari

Jón Baldur Hlíðberg

Kennari

Jón Baldur Hlíðberg Bw

www.fauna.is

Jón er fæddur í Reykjavík 1957. Hann sótti námskeið í teikningu við Myndlistaskólann í Reykjavík veturinn 1982-83. Þaðan lá leiðin í Myndlista og handíðaskóla Íslands, en þar var hann við nám 1983-1985, án þess að ljúka prófi. Jón hefur myndskreytt fleiri tugi bóka að meira eða minna leiti auk óteljandi birtinga í tímaritum dagblöðum og öðru prentefni bæði innanlands og utan. Myndefni hans er í notkun á söfnum innanlands sem og í Bandaríkjunum og Noregi. Jón rekur myndabanka sem miðlar náttúrufræðilegu myndefni hans www.fauna.is en safnið telur nú á fjórða þúsund myndir lífvera. Jón hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna m.a. tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir “íslenskir fuglar” og “Íslensk spendýr” og heiðursviðurkenningu Bókasafnssjóðs höfunda fyrir framlag til Íslenskra bókmennta. Ásamt því að hafa starfað hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofu Kópavogs og við kennslu í Myndlista og handíðaskóla Íslands kennir Jón teikningu og málun við Myndlistaskólann í Reykjavík í dag.

Karlotta Blöndal

Kennari og starfsmaður á bókasafni

www.karlottablondal.is

Karlotta Blöndal lauk masternámi í myndlist frá Listaháskólanum í Malmö/Lundarháskóla 2002 eftir að BA námi lauk við MHÍ. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölmörgum sam-sýningum víða um heim, dvalið á vinnustofum og haldið einkasýningar. Hún er meðlimur í langtímasamstarfinu Könnunarleiðangurinn á Töfrafjallið. Karlotta á verk í opinberri eigu bæði hér á landi og erlendis. Hún var útgefandi og ritstjóri myndlistartímaritsins Sjónauka um árabil. Hún hefur verið stundakennari í myndlist hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík síðan 2010 og starfar nú einnig á bókasafni skólans.

Katrín Elvarsdóttir

Kennari

Katrín Elvarsdóttir Bw

Katrín lauk BFA námi við Art Institute í Boston árið 1993. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis, m.a. í Gerðarsafni, Deborah Berke (New York), Listasafni ASÍ og Listasafni Reykjavíkur auk þess sem hún hefur sýnt fjölda verka á samsýningum, t.d. í Kaupmannahöfn, Turku og Richmond. Fjórar bækur hafa verið gefnar út með ljósmyndum Katrínar og hún hefur verið tilnefnd til verðlauna á borð við Eikon Award (+45), Deutsche Börse Photographic Prize og heiðursverðlauna Myndstefs 2007. Katrín hefur einnig sinnt sýningarstjórnun, setið í fjölmörgum nefndum og ráðum er varða sjónlistir og kennt ljósmyndun hérlendis og erlendis. Hún kennir ljósmyndun við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Kristinn Guðbrandur Harðarson

Kennari

Kristinn Harðarson Bw

Kristinn hóf listnám sitt í Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 1972 en útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1977. Veturinn eftir dvaldi hann við framhaldsnám í Hollandi. Myndlist Kristins er fjölbreytt á allan hátt hvað varðar efni og aðferðir, viðfangsefni og form og hefur hann fengist við allt frá útsaumi til gjörninga. Hann á langan sýningarferil að baki á Íslandi en einnig víða um Evrópu og eitthvað í Bandaríkjunum. Kristinn var stofnfélagi Suðurgötu 7 samtakanna og Nýlistasafnsins og hefur þar að auki fengist nokkuð við sýningarstjórnun. Hann á einnig langan og fjölbreytilegan kennsluferil, svo sem í LHÍ, Myndlistaskóla Kópavogs en lengst í Myndlistaskólanum Í Reykjavík þar sem hann hefur m.a. kennt áhugafólki málun.

Kristín Gunnlaugsdóttir

Kennari

Kristín Hauksdóttir

Kennari

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Kennari

Linda Ólafsdóttir

Kennari

Linda Olafsdóttir Bw

Linda Ólafsdóttir er teiknari og höfundur barnabóka sem hefur myndskreytt fjölda bóka og má þar nefna Íslandsbók barnanna, Móa hrekkjusvín, Dúkku og hennar eigin höfundaverk, PLAY? sem gefin er út í Bandaríkjunum. Einnig hefur Linda teiknað fyrir auglýsingar, hannað mynstur og frímerki fyrir Póstinn.  Linda lærði í LHÍ og tók M.F.A. í myndskreytingum frá Academy of Art University í San Francisco. Fyrir verk sín hefur Linda hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna og má þar nefna tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, tilnefningu til Astrid Lindgren verðlaunanna og einnig hefur hún í tvígang hlotið Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Linda kennir myndskreytingu og myndasögur við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Li

Lovísa Lóa Sigurðardóttir

Kennari

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Kennari

Magnea Einarsdóttir

Kennari

Magneamynd

Magnea Einarsdóttir er fata- og prjónahönnuður. Hún stundaði fornám við Myndlistaskólann í Reykjavík 2006-2007 og fór þaðan í nám í fatahönnun í Parsons Paris í eitt ár. Að því loknu fluttist hún til London þar sem hún lauk BA Hons gráðu frá Central St Martins í fatahönnun með áherslu á prjón árið 2012. Síðan þá hefur Magnea búið og starfað sjálfstætt á Íslandi við eigin hönnun ásamt því að hafa sinnt kennslu við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og hönnunardeild Listaháskóla Íslands.

Margrét M. Norðdahl

Kennari

María Sjöfn Dupuis

Kennari

Marta María Jónsdóttir

Kennari

Ninna Þórarinsdóttir

Kennari

Ninna Mynd BwNinna lauk BA námi í Hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og mastersnámi í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg í Svíþjóð árið 2015. Ninna er sjálfstætt starfandi teiknari og barnamenningar hönnuður. Samhliða því kennir hún við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hægt er að skoða verk hennar á síðunni www.ninna.is

Oddný Sen

Kennari

Ólöf Erla Bjarnadóttir

Kennari

Ólöf Bw

Ragnheiður Gestsdóttir

Kennari

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

Kennari

Sigga Björg Sigurðardóttir

Kennari

Sigga Bjorg Bw

Sigga Björg Sigurðardóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Stuttu eftir það flutti hún til Skotlands og útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Síðan þá hefur hún sýnt í söfnum og galleríum víða um heim. Vorið 2018 dvaldi Sigga Björg sem gestalistamaður í Nordiska Akvarellmuseet í Svíþjóð og tók þátt í stórri samsýningu þar. Sem valdar einkasýningar má nefna: Hafnarborg, Kling og Bang gallerí, Galerie Adler (Frankfurt og NYC), Yancey Richardsson Gallery(NYC),Teckningsmuseet (Svíþjóð), Kunstverein Baden(Austurríki), Galerie Clark(Montréal) ofl.  Sem valdar samsýningar má nefna: CCA Glasgow(Center for Contemporary Art), Göteborg Konsthall (Svíþjóð), National Galleries of Scotland, Nordiska Akvarellmuseet(Svíþjóð), Listasafn Reykjavíkur ofl.

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson

Kennari

Sólveig Aðalsteinsdóttir

Kennari

Sólveig Adalst Bw

Sólveig hóf listanám sitt í Myndlistaskólanum í Reykjavík en lauk námi frá keramikdeild Myndlista og handíðaskólans árið 1978. Hún stundaði framhaldsnám í myndlist í New York og Maastrich í Hollandi. Einnig lauk hún námi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Í myndlist sinni fæst Sólveig við teikningar, ljósmyndir og skúlptúra. Hún hefur sýnt verk sín víða, bæði í samsýningum og á einkasýningum hérlendis og erlendis og eru verk hennar í eigu m.a. Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns ASÍ, Nordiska Akvarellmuseet í Svíþjóð auk einkasafna. Sólveig hefur kennt við Myndlistaskólann frá árinu 1987 ásamt því að taka þátt í þróunarstarfi og stjórn skólans um árabil.

Svafa Björg Einarsdóttir

Kennari

Svafa Björg Einarsdóttir Bw

Svafa útskrifaðist úr keramikdeild Myndlista og handíðaskólans og síðar úr glerlistadeild Arts & Technology College Stourbridge í Bretlandi. Hún hefur kennararéttindi úr Listaháskóla Íslands.  Svafa rak sitt eigið glervinnslufyrirtæki í Bretland í fjöldamörg ár. Hún er umsjónamađur vinnustofu Leirlistafélags Íslands á Korpúlfsstöđum og meðlimur í Gallerí Kaolín á Skólavörðustíg 5. Í dag kennir Svafa leirrennslu við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir

Kennari

Una Björg Magnúsdóttir

Kennari

Valgarður Gunnarsson

Kennari

Valgerður Jónsdóttir

Kennari

Vala Jónsdóttir Bw

Valgerður Jónsdóttir útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academie árið 2018, og lagði þar á undan stund á textílnám í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún hefur undanfarin ár sérhæft sig í myndbandslist, tekið þátt í sýningum innanlands og utan, ásamt því að sjá um upptökur á gjörningahátíðinni Stage. Valgerður er ásamt Báru Bjarnadóttur stofnandi og skipuleggjandi 'Sýnt og rætt', umræðuhóps ungra myndlistarmanna á vegum Borgarbókasafnsins. Verk Valgerðr má nálgast á á slóðinni vala.fyi

Þorbjörg Jónsdóttir

Kennari

Þór Sigurþórsson

Kennari

Þóra Sigurðardóttir

Kennari

Þora Sigurðardottir Bw

Þóra lauk námi frá bæði kennara- og grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún stundaði framhaldsnám í myndlist í Det Jyske Kunstakademi í Danmörku og lauk meistaranámi í menningarmiðlun frá HÍ. Þóra hefur sýnt verk sín í opinberum söfnum hérlendis og erlendis og eru verk hennar m.a. í eigu Grafisch Museum Groningen Holland, Amsterdam Grafisch Atelier, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafns ASÍ og Listasafns Reykjavíkur auk einkasafna. Þóra gegndi stöðu skólastjóra Myndlistaskólans í Reykjavík 1998-2005 og skólastjóra hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans 2008-10. Hún kennir í dag við LHÍ og Myndlistaskólann í Reykjavík.

Þórey Mjallhvít

Kennari

Þórey Mjallhvít Bw

Þórey lauk námi í „animation“ frá University of Wales, Newport árið 2003. Allt frá útskrift hefur hún unnið sem teiknari og „animator,“ bæði í Cardiff 2003-2007 og á Íslandi. Hún er einnig með M.A. gráðu í ritlist og diplómu í kennslufræði fyrir framhaldsskólanema frá HÍ 2014. Hún hefur teiknað myndir í fjölda bóka og gefið út sín eigin verk. Þórey er einn af eigendum kvikmynda- og hreyfimyndaframleiðslufyrirtækisins Freyju Filmwork. Hún vinnur ötulum höndum að ýmsum verkefnum í handritagerð, hreyfimyndagerð og öðru listtengdu. Þórey hefur unnið í hjáverkum sem kennari í mörg ár og hefur kennsluréttindi. Hún kennir í barnadeild Myndlistaskólans í Reykjavík.

Þórunn María Jónsdóttir

Kennari

Þorunn Maria Bw

Þórunn lærði fatahönnun og sníðagerð í Esmod – Guerre Lavigne í París og síðan leikmynda- og búningahönnun við konunglegu listaakademíuna í Antwerpen. Hún hefur unnið við yfir sextíu verk sem búninga- og/eða sviðsmyndahönnuður í leikhúsi, óperum og kvikmyndum undanfarin tuttugu ár. Hún er jafnframt með meistaragráðu í listkennslu frá LHÍ og kennir námskeið í hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ ásamt því að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík.