Starfsfólk

Skólameistari

Áslaug Thorlacius

Áslaug

Sími: 4123170
skolastjori@mir.is
aslaug@mir.is

Áslaug lauk prófi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Jafnframt hefur hún B.A. próf í rússnesku og almennri bókmenntafræði frá HÍ og diplómu í listkennslu frá LHÍ. Hún var deildarstjóri sjónlistadeildar Myndlistaskólans en auk þess hefur hún kennt við Melaskóla í Reykjavík og Háskóla Íslands. Áslaug hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir hönd myndlistarmanna, m.a. sem stjórnarformaður Nýlistasafnsins um tveggja ára skeið, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna í sjö ár auk þess að skrifa vikulega myndlistargagnrýni í DV á fimm ára bili. Hún hefur haldið um tuttugu einkasýningar og tekið þátt í álíka mörgum samsýningum, bæði heima og erlendis og verk eftir hana eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss. Áslaug hóf störf sem skólameistari í júní 2014.

Rekstrarstjóri

Steingerður Hreinsdóttir

steingerdur@mir.is

Áfanga- og skjalastjóri

Yean Fee Quay

yeanfee@mir.is

Yean Fee hefur fyrst og fremst yfirumsjón með Innu og vefsíðu skólans, en leiðir einnig ýmis tímabundin verkefni á stafrænu sviði, s.s. innleiðingu á Office 365 og skjalastjórnunarkerfi. Áður en hún tók við starfi við Myndlistaskólann í Reykjavík, hafði Yean Fee yfirumsjón með framleiðslu og stjórnun sýninga á listasöfnum í Reykjavík, Singapúr og New York. Hún lauk meistara- og BA-gráðu í myndlist í New York snemma á tíunda áratugnum og hefur búið lengst af starfsævi sinni á Íslandi.

Bókari

Deborah Leah Bergsson

debbie@mir.is

Erasmus

Silfrún Una Guðlaugsdóttir, verkefnisstjóri

silfrun@mir.is

Skrifstofa

Sólbjört Vera Ómarsdóttir, verkefnisstjóri

Mynd solbjort

Sími: 4123161
mir@mir.is
solbjortvera@mir.is

Sólbjört hóf störf á skrifstofu Myndlistaskólans í Reykjavík á vorönn 2023 eftir að hafa sinnt hlutastarfi við kennslu og skrifstofustörf árinu á undan. Sólbjört lauk BA prófi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2020 og hefur starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður síðan.

Skrifstofa

Halla Kjartansdóttir, skrifstofustjóri

Halla Kjartansdóttir Bw

Sími: 4123160
mir@mir.is
hallakjartans@mir.is

Halla hefur lokið BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði og MA- prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, auk kennsluréttinda frá sama skóla. Hún hefur starfað sem íslenskukennari í framhaldsskóla hátt í þrjá áratugi en hefur tekið sér leyfi frá kennslu og dvalið erlendis við nám og störf, bæði í Svíþjóð og á Ítalíu. Hún hefur gegnt ýmsum leiðtoga- og stjórnunarstörfum í framhaldsskóla, sat m.a. í stýrihópi á vegum menntamálaráðuneytisin sem vann grunnramma að nýrri námskrá fyrir framhaldsskóla árið 2008 og sat nokkur ár í stjórn Samtaka móðurmálskennara. Allt frá árinu 2001 hefur hún unnið sjálfstætt við þýðingar á bókmenntum samhliða kennslu. Útgefnar þýðingar hennar eru á þriðja tug, aðallega úr sænsku en einnig úr norsku, dönsku og ítölsku. Halla hefur ritstýrt og þýtt kennsluefni, tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi kennara og þýðenda, haldið erindi bæði um bókmenntir, þýðingar og kennslu, skrifað greinar um kennsluaðferðir í fagtímarit íslenskukennara og einnig greinar um bókmenntir og bókmenntagagnrýni í blöð og tímarit. Hún bjó um tíma og starfað í Uppsölum í Svíþjóð og lagði stund á ítölskunám við háskólann í Palermo á Sikiley veturinn 2014-2015. Upp frá því urðu bókmenntaþýðingar hennar aðalstarf. Haustið 2016 var hún ráðin stundakennari í íslensku á listnámsbraut Myndlistaskólans í Reykjavík og í upphafi ársins 2019 tók hún einnig við hlutastarfi á bókasafni skólans.

Öryggis- og tæknimál

Sigurjón Gunnarsson, umsjónarmaður

Sigurjón

Sími: 4123179
sigur@mir.is

Sigurjón hefur lengstan starfsaldur fastra starfsmanna. Hann kom fyrst í skólann á námskeið í málun ca. 1987 og sótti ýmis námskeið í skólanum næstu árin, lengst af í módelteikningu og módelmálun ásamt öðru. Hann er með MCSA vottun í kerfisstjórnun og sinnir daglegum rekstri tölvukerfis skólans auk þess að aðstoða kennara og nemendur með tæknimál. Sigurjón hefur líka smíðað þrívíddarprentara fyrir keramikdeild skólans.

Bókasafn

Sigga Björg Sigurðardóttir

Sigga Bjorg Bw

siggabjorg@mir.is

Sigga Björg Sigurðardóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Stuttu eftir það flutti hún til Skotlands og útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Síðan þá hefur hún sýnt í söfnum og galleríum víða um heim. Vorið 2018 dvaldi Sigga Björg sem gestalistamaður í Nordiska Akvarellmuseet í Svíþjóð og tók þátt í stórri samsýningu þar. Sem valdar einkasýningar má nefna: Hafnarborg, Kling og Bang gallerí, Galerie Adler (Frankfurt og NYC), Yancey Richardsson Gallery(NYC),Teckningsmuseet (Svíþjóð), Kunstverein Baden(Austurríki), Galerie Clark(Montréal) ofl. Sem valdar samsýningar má nefna: CCA Glasgow(Center for Contemporary Art), Göteborg Konsthall (Svíþjóð), National Galleries of Scotland, Nordiska Akvarellmuseet(Svíþjóð), Listasafn Reykjavíkur ofl.

Almenn námskeið

Ólöf Bóadóttir, deildarstjóri

namskeid@mir.is
olof@mir.is

Barna- og unglinganámskeið

Þuríður Ósk Smáradóttir, deildarstjóri

thuridur@mir.is

Leik- og grunnskóla samstarf

Sólbjört Vera Ómarsdóttir, fulltrúi

Sími: 4123161
solbjortvera@mir.is

Náms- og starfsráðgjafi

Anna Sigurðardóttir

Anna

namsrad@mir.is
anna@mir.is

Anna er menntaður náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og hefur kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið M.A. gráðu í samskiptastjórnun. Anna hefur sótt kvöldnámskeið í teikningu við skólann og haft gaman af. Hún stefnir á að taka fleiri áfanga við skólann. Anna hefur starfað sem náms- og starfsráðgjafi við Myndlistaskólann í Reykjavík frá haustinu 2011.

Listnámsbraut

Þórunn María Jónsdóttir, yfirkennari

Thorunn 2

Sími: 4123172
sjonlist@mir.is
thorunnmaria@mir.is

Árs nám í myndlist

Berglind Erna Tryggvadóttir, yfirkennari

BET

berglinderna@mir.is

Berglind Erna Tryggvadóttir kláraði BA-próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Tveimur árum síðar hélt hún utan í framhaldsnám við Piet Zwart Institute í Rotterdam þaðan sem hún útskrifaðist 2020. Berglind hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, staðið fyrir gjörningaviðburðum og haldið þrjár einkasýningar, hérlendis og erlendis. Þá hefur hún dvalið í gestavinnustofum í Frakklandi, Hollandi, Finnlandi og Eistlandi. Berglind hefur einnig menntað sig í skapandi skrifum og þýðingum. Hún hóf störf við Myndlistarskólann í Reykjavík árið 2021.

Keramikbraut

Katrín Valgerður Karlsdóttir, yfirkennari

Sími: 4123174
kvalka@mir.is
keramik@mir.is

Listmálarabraut

Jón B. K. Ransu, yfirkennari

Ransu 2

Sími: 4123171
malaralist@mir.is
ransu@mir.is

Ransu, eins og hann er oftast kallaður, nam myndlist með áherslu á listmálun í Hollandi og listgreinakennslu í LHÍ. Hann hefur jöfnum höndum fengist við málaralist og skrif um myndlist. Ransu starfaði sem myndlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu í átta ár og er höfundur tveggja bóka um samtímamyndlist sem hafa verið notaðar í kennslu, bæði hjá framhaldsskólum og á háskólastigi, auk þess að hafa skrifað í fjölda sýningarskráa, fagtímarita og bóka um myndlist á Íslandi og erlendis. Þá hefur hann tekið að sér sýningarstjórn fyrir söfn og gallerí á Íslandi og Noregi. Ransu hefur verið deildarstjóri málaralistar frá upphafi brautarinnar haustið 2016.

Teiknibraut

Halldór Baldursson, yfirkennari

Halldór Baldurs Bw

Sími: 4123177

halldor@mir.is

Halldór lauk námi frá grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Hann starfar sem skopteiknari Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess sem hann hefur myndskreytt tugi bóka, auglýsingaefni og annað slíkt. Halldór hefur kennt námskeið í teikningu og myndskreytingu í hartnær 20 ár, nú í Myndlistaskólanum í Reykjavík og áður í LHÍ.

Textílbraut

Margrét Katrín Guttormsdóttir, yfirkennari

Sími: 4123176
textill@mir.is
margret@mir.is

Smíðaverkstæði

Gunnar Einarsson, umsjónarmaður

Gunni

gunnar@mir.is

Gunnar er menntaður húsasmíðameistari. Hann vann við smíðar í tíu ár og stýrði svo stórum sem smáum byggingaframkvæmdum í þrjátíu ár til viðbótar. Gunnar byrjaði að lagfæra JL-húsið að utan og breyta þriðju hæð þess í skóla fyrir myndlist í júlí 2010, og hefur starfað fyrir skólann allar götur síðan.

Keramikverkstæði

Viktor Breki Óskarsson, umsjónarmaður

viktor@mir.is

Ræsting

Maryna Buhai

marynabuhai@mir.is

Ræsting og viðhald

Yurii Buhai

yuriibuhai@mir.is