Nemendaskírteini

Nemendur dagskóla fá skírteini sem staðfestir að viðkomandi sé í námi við skólann. Skírteinið er gefið út að hausti og gildir út skólaárið. Gegn framvísun þess fá nemendur afslátt af myndlistarvörum í helstu sérverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur geta nemendur framvísað skírteininu þar sem boðinn er afsláttur fyrir námsmenn almennt.