Stjórn sjálfseignarstofnunar skólans er skipuð fimm mönnum, þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum. Skólameistari situr auk þess fundi stjórnar. Stjórn skólans starfar einnig sem skólanefnd og eiga nemendur og kennarar í henni áheyrnarfulltrúa sem kosnir eru til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar hafa tillögurétt og málfrelsi.
Stjórnarmenn eru kosnir til þriggja ára. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn, þó aldrei til lengri tíma en 6 ára samfellt. Stjórnin stýrir öllum málefnum stofnunarinnar og kemur fram út á við fyrir hönd hennar. Stjórnin skal sjá til þess að skipulag og starfsemi hennar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórnin er ábyrg fyrir fjárreiðum stofnunarinnar og ber henni að upplýsa stjórn Félags Myndlistaskólans í Reykjavík um þær sé þess óskað. Stjórn fundar eftir þörfum, að meðaltali einu sinni í mánuði á starfstíma skólans. Fundargerðir skólanefndar eru birtar á vef skólans.
Stjórn skólans skipa: Bjarni Hinriksson formaður, Erlendur Hjaltason og Logi Bjarnason meðstjórnendur.
Varamenn eru Edda Kristín Sigurjónsdóttir og Bergþóra Guðnadóttir.