Jafnréttisáætlun

Skólinn hefur jafnrétti í heiðri og brýnir fyrir nemendum og starfsfólki að jafnrétti skuli ríkja, hvort sem er jafnrétti kynja, jafnrétti einstaklinga eftir trú, kynhneigð, stétt, aldri, kynþætti og litarhætti eða jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra. Umburðarlyndi og víðsýni eru gildi skólans og grannt er fylgst með því að nemendur og starfsmenn virði þau. 

Sjá einnig grunnþætti náms.