Dagskóli

Myndlistaskólann í Reykjavík býður upp á fullt nám í dagskóla.

Hægt er að ljúka stúdentsprófi af tveggja ára listnámsbraut skólans. Það er kjörin leið fyrir skapandi einstaklinga til að búa sig undir háskólanám í myndlist eða hönnun en er einnig góður undirbúningur fyrir hverskyns annað nám.

Stúdentar sem ekki hafa lagt stund á listnám en vilja búa sig undir háskólanám í myndlist, hönnun eða arkitektúr geta tekið fornám við skólann. Fornámið er samsett úr völdum áföngum af listnámsbrautinni og tekur einn vetur.

Fyrir nemendur sem hafa lokið starfsbraut eða sambærilegu námi er í boði að taka árs nám í myndlist. Þar er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun. Námið veitir engin formleg réttindi en það gefur nemendum möguleika á að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi.

Við skólann er einnig boðið upp á tveggja ára viðbótarnám við framhaldsskóla í keramiki, málaralist, teikningu og textíl. Fjölmargir nemendur hafa farið til áframhaldandi náms við háskóla hér heima og erlendis. Margir skólar erlendis hafa metið einingar úr námi við skólann sem hluta af BA námi, jafnvel að fullu sem tveggja ára háskólanám.

Námsgjöld fyrir skólaárið 2024-2025

  • Listnámsbraut: Tveggja ára nám til stúdentsprófs 260.000 kr. (130.000 kr. önnin)
  • Eins árs fornám 440.000 kr. (220.000 kr. önnin)
  • Árs myndlistarnám (fyrir nemendur með þroskahömlun) 200.000 kr. (100.000 kr. önnin)

Tveggja ára viðbótarnám á framhaldsskólastigi

  • Keramikbraut 580.000 kr. (290.000 kr. önnin)
  • Listmálarabraut 580.000 kr. (290.000 kr. önnin)
  • Teiknibraut 580.000 kr. (290.000 kr. önnin)
  • Textílbraut 580.000 kr. (290.000 kr. önnin)

Greiðsluskilmálar

  • Til að tryggja sér skólavist fyrir komandi önn þurfa nýir og núverandi nemendur að greiða staðfestingargjald fyrir ákveðinn gjalddaga. Greiðsluseðll fyrir staðfestingargjaldi mun birtast í heimabanka. Staðfestingargjaldið bætist við skólagjöld en fæst ekki endurgreitt þótt viðkomandi hætti að þiggja skólavistina.
  • Skólinn innheimtir eftirstöðvar skólagjalda fyrir upphaf hvers skólatímabils með greiðsluseðli í heimabanka með gjalddaga í upphafi anna.

Inkasso annast innheimtu á kröfum fyrir hönd skólans. Hægt er að hafa samband við Inkasso í netfangið inkasso@inkasso.is eða síma 520 4040 og biðja um greiðsludreifingu. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í gegnum tölvupóst á netfangið mir@mir.is