Dagskóli

Það er hægt að stunda fullt nám í dagskóla við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Hægt er að ljúka stúdentsprófi af tveggja ára listnámsbraut skólans. Það er kjörin leið fyrir skapandi einstaklinga til að búa sig undir háskólanám í myndlist eða hönnun en er ekki síður góður undirbúningur fyrir hverskyns annað nám.

Stúdentar sem ekki hafa lagt stund á listnám en vilja búa sig undir háskólanám í myndlist, hönnun eða arkitektúr geta tekið fornám. Fornámið er samsett úr völdum áföngum af listnámsbrautinni og tekur einn vetur.

Við bjóðum einnig upp á tveggja ára nám í keramiki, málaralist, teikningu og textíl. Námið getur nýst sem hluti af BA-prófi frá listaháskólum og menntastofnunum víðsvegar um heiminn.

Námsgjöld fyrir skólaárið 2021-2022


  • Listnámsbraut - tveggja ára nám til stúdentsprófs; 216.000,-kr.
  • Listnámsbraut - eins árs fornám; 350.000,-kr.
  • Myndlist - eins árs nám; 164.000,-kr.
  • Keramikbraut - tveggja ára áfanganám; 460.000,-kr.
  • Listmálarabraut - tveggja ára áfanganám; 460.000,-kr.
  • Teiknibraut - tveggja ára áfanganám; 460.000,-kr.
  • Textílbraut - tveggja ara áfanganám; 460.000,-kr.

Við tökum nú við umsóknum um nám í dagskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí næstkomandi.

Ekki verður tekið við umsóknum um nám í keramiki, málaralist, teikningu og textíl að þessu sinni en en einungis einn hópur er við nám í þessum greinum á hverjum tíma. Nýir nemendur eru þar af leiðandi fyrst og fremst teknir inn annað hvert ár. Áhugasömum er þó bent á að hafa samband við deildarstjóra sem annast viðkomandi námsbraut sem skoðar hvert einstakt tilvik í ljósi fyrra náms og reynslu.