Dagskóli

Það er hægt að stunda fullt nám í dagskóla við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Hægt er að ljúka stúdentsprófi af tveggja ára listnámsbraut skólans. Það er kjörin leið fyrir skapandi einstaklinga til að búa sig undir háskólanám í myndlist eða hönnun en er ekki síður góður undirbúningur fyrir hverskyns annað nám.

Stúdentar sem ekki hafa lagt stund á listnám en vilja búa sig undir háskólanám í myndlist, hönnun eða arkitektúr geta tekið fornám. Fornámið er samsett úr völdum áföngum af listnámsbrautinni og tekur einn vetur.

Nemendur sem hafa lokið starfsbraut eða sambærilegu námi geta tekið árs nám í myndlist. Þar er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun. Námið veitir engin formleg réttindi en það gefur nemendum möguleika á að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi.

Við bjóðum einnig upp á tveggja ára nám í keramiki, málaralist, teikningu og textíl. Námið getur nýst sem hluti af BA-prófi frá listaháskólum og menntastofnunum víðsvegar um heiminn.

Námsgjöld fyrir skólaárið 2023-2024

  • Listnámsbraut: Tveggja ára nám til stúdentsprófs 248.000 kr. (124.000 kr. önnin)
  • Listnámsbraut: Eins árs fornám 418.000 kr. (209.000 kr. önnin)
  • Árs myndlistarnám fyrir nemendur með þroskahömlun 192.000 kr. (96.000 kr. önnin)

Tveggja ára viðbótarnám á framhaldsskólastigi

  • Keramikbraut 560.000 kr. (280.000 kr. önnin)
  • Listmálarabraut 560.000 kr. (280.000 kr. önnin)
  • Teiknibraut 560.000 kr. (280.000 kr. önnin)
  • Textílbraut 560.000 kr. (280.000 kr. önnin)