Prentari/skanni

Svart-hvít prentun

Nemendur hafa aðgang að ljósritunarvél sem jafnframt er skanni og prentar í svart-hvítu. Vélin er staðsett á 3. hæð, á hægri hönd þegar gengið er upp stigann frá matsal nemenda. Þar er jafnframt tölva sem tengist vélinni.

  • Best er að hafa það efni sem prenta á tilbúið á PDF formati.
  • Velja þarf rétta pappírsstærð. Hægt er að velja milli pappírs af stærðinni A4 og A3. Boðið er upp á að prenta beggja vegna á blaðið.
  • Gæta þarf þess að pappír sé í prentaranum.

Litprentun

Nemendur hafa aðgang að litprentara. Prentarinn er staðsettur á 3. hæð, á hægri hönd þegar gengið er upp stigann frá matsal nemenda. Leiðbeiningar fyrir litprentun má finna hér.