Skólaráð

Skv. 7. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 skal skólaráð vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans er skipað einum fulltrúa yfirkennara/deildarstjóra, einum fulltrúa annarra starfsmanna, tveimur fulltrúum kennara og tveimur fulltrúum nemenda. Skólaráð fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar, skólareglur, umgengnishætti í skólanum og vinnu- og félagsaðstöðu nemenda.