Skólabragur

Með það að markmiði að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag hefur skólinn sett sér skólareglur sem öllum ber að virða. Skólinn er vinnustaður nemenda, kennara og stjórnenda og allir eiga rétt á að finna til öryggis og vellíðunar og njóta hæfileika sinna í starfi innan skólans. Hluti af stefnu skólans fjallar um forvarnir til að fyrirbyggja slæm samskipti, ofbeldi, slys og annað sem valdið getur vanlíðan en skólinn hefur einnig sett sér áætlanir um hvernig bregðast skuli við ef slíkt ber að höndum.

Starfsemi skólans tekur mið af lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, lögum um barnavernd nr. 80/2002, aðalnámskrá leikskóla frá 2021, aðalnámskrá grunnskóla frá 2023 og aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011, auk stjórnsýslulaga nr. 37/1993.