Siðareglur kennara

Kennarar við Myndlistaskólann starfa eftir siðareglum kennara sem Kennarasamband Íslands hefur góðfúslega veitt skólanum leyfi til að nota. Brjóti kennari siðareglu skal hann áminntur skriflega af skólameistara.

Fagmennska kennara snýr að nemendum. Kennari:

  • Menntar og stuðlar að alhliða þroska
  • Sýnir áhuga og umhyggju
  • Ber virðingu fyrir fjölbreytileika og ólíkum þörfum
  • Virðir réttindi og lætur sig hagsmuni og velferð varða
  • Eflir og eykur víðsýni

Fagmennska er kjarni siðareglna. Kennari:

  • Er meðvitaður um valdastöðu sína og misnotar hana ekki
  • Eflir gagnrýna hugsun og ræðir siðferðileg álitamál
  • Skapar góðan starfsanda, hvetjandi námsumhverfi, eflir sjálfsrækt og starfsgleði
  • Stuðlar að uppbyggilegum samskiptum um málefni nemenda
  • Hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun
  • Vinnur að jákvæðri ímynd stéttarinnar
  • Viðheldur faglegri hæfni sinni og þekkingu

Fagmennska kennara snýr að samfélagi. Kennari:

  • Gætir að heiðri og virðingu stéttar sinnar
  • Gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi
  • Er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína
  • Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn

Fagmennska kennara snýr að samstarfsfólki. Kennari:

  • Leitast við að eiga góð og uppbyggileg samskipti
  • Gætir trúnaðar
  • Ber virðingu fyrir fjölbreytileika
  • Tekur þátt í faglegu samstarfi á uppbyggilegan hátt

Samþykkt á 8. þingi Kennarasambands Íslands 2022.