Skólagjöld

Skólinn fær framlög frá menntamálaráðuneyti vegna kennslu á listnámsbraut (bæði náms til stúdentsprófs og fornáms), viðbótarnámsbrautum og vegna myndlistarnáms fyrir nemendur með þroskahömlun. Skólinn er einkarekinn og fær ekki framlag til jafns við það sem ríkið greiðir með þeim nemendum sem sækja nám í ríkisreknum framhaldsskólum. Skólinn þarf því að innheimta skólagjöld af nemendum til viðbótar við framlagið. Stjórn skólans ákveður upphæð námsgjalda hverju sinni. Skólagjöld greiðast til skrifstofu skólans og er hægt að skipta greiðslum jafnt yfir hverja önn. Nánari upplýsingar um upphæð námsgjalda er að finna á síðum um einstakar brautir og námskeið.

Einungis þeir sem greitt hafa skólagjöld teljast nemendur við skólann. Til að tryggja sér skólavist næsta skólaár þurfa nemendur í dagskóla að greiða staðfestingargjald fyrir lok júní ár hvert.

Hægt er að nýta frístundastyrki sveitarfélaga til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára.