Skólagjöld

Stjórn skólans ákveður upphæð námsgjalda hverju sinni. Skólagjöld greiðast til skrifstofu skólans og er hægt að skipta greiðslum jafnt yfir hverja önn. Nánari upplýsingar um upphæð námsgjalda er að finna á síðum um einstakar brautir og námskeið.

Einungis þeir sem greitt hafa skólagjöld teljast nemendur við skólann. 

Til að tryggja sér skólavist næsta skólaár þurfa nemendur í dagskóla að greiða staðfestingargjald fyrir lok júní ár hvert. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt en það gengur upp í skólagjöld haustannar.

Veittur er 10% fjölskylduafsláttur og sömuleiðis ef nemandi er samtímis á tveimur eða fleiri námskeiðum. Afsláttur til framhaldsskólanema er 20% og til aldraðra og öryrkja 5%.

Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára.