Skipulag náms

Nám í barna- og unglingadeild er skipulagt í samræmi við kröfur í aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Nám við skólann, að frátöldu námi barna og unglinga, er metið til framhaldsskólaeininga en á bakvið hverja einingu er 18-24 klst. vinnuframlag nemandans. Nám í námskeiðaskóla fer að mestu fram á skólatíma en hluti af námsvinnu nemenda dagskóla fer fram utan formlegs kennslutíma, ýmist sem sjálfstæð vinna nemandans í kennslustofum og á verkstæðum skólans eða sem heimavinna. Heimavinna getur verið bókleg jafnt sem verkleg.

Námskeið fyrir almenning eru flest á 1. og 2. þrepi.

Verklegt listnám í dagskóla er kennt í lotum. Bóklegt nám er ýmist kennt í lotum eða í vikulegum kennslustundum yfir heila önn. Kennsla í bóklegu námi er gjarnan skipulögð í nánu samhengi við verklega áfanga, t.d. er stærðfræði á listnámsbraut kennd í lotu samhliða áfanga í formfræði. Verkefni í bóklegum áföngum eru ýmist skrifleg eða verkleg.

Árs myndlistarnám fyrir nemendur með þroskahömlun miðast við námslok á 1. þrepi. Gera má þó ráð fyrir að nemendur ná mislangt í sínu námi enda námið mjög einstaklingsmiðað. Um hálft nám er að ræða og fer það fram á alla virka morgna.

Samsetning náms á listnámsbraut er í samræmi við kröfur aðalnámskrár framhaldsskóla um nám til stúdentsprófs. Brautin er tveggja ára nám en nemandinn þarf að hafa lokið eins árs námi við annan skóla áður. Gert er ráð fyrir að stór hluti þess náms sé á 1. og 2. þrepi. Af 140 einingum sem kenndar eru í skólanum eru 25 á 1. þrepi, 52 á 2. þrepi, 57 á 3. þrepi og 6 á 4. þrepi, lokaverkefni nemenda.

Viðbótarnám á framhaldsskólastigi við skólann er allt skilgreint á 4. þrepi.

10 12 Ára Sumar Og Sól Fristund