Skipulag náms

Nám í barna- og unglingadeild er skipulagt í samræmi við kröfur í aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Annars vegar sækja börn frístundanámskeið sem kennd eru eftir að skóladegi lýkur en hinsvegar koma skólahópar í listasmiðjur í tengslum við samstarf Myndlistaskólans við leik- og grunnskóla.

Kennsla á staðfestum brautum skólans, fornám og myndlistarnám nemenda með þroskaröskun fer fram milli kl. 8:30 og 15:00 á virkum dögum. Árs myndlistarnám fyrir nemendur með þroskahömlun fer fram á alla virka morgna en um hálft nám er að ræða.
Hluti af námsvinnu nemenda fer fram utan formlegs kennslutíma, ýmist sem sjálfstæð vinna nemandans í kennslustofum og á verkstæðum skólans eða sem heimavinna. Heimavinna getur verið bókleg jafnt sem verkleg.

Verklegt listnám í dagskóla er kennt í lotum. Bóklegt nám er ýmist kennt í lotum eða í vikulegum kennslustundum yfir heila önn. Kennsla í bóklegu námi er gjarnan skipulögð í nánu samhengi við verklega áfanga, t.d. er stærðfræði á listnámsbraut kennd í lotu samhliða áfanga í formfræði. Verkefni í bóklegum áföngum eru ýmist skrifleg eða verkleg.

Nám í námskeiðaskóla fer að mestu fram utan skólatíma en yfirleitt eru nokkur námskeið fyrir 16 ára og eldri skipulögð á morgnana eða um miðjan dag.



10 12 Ára Sumar Og Sól Fristund