Metnaður er lagður í að ræða við nemendur um margvíslegt námsframboð á framhalds- og háskólastigi. Til að auðvelda nemendum í fullu námi að velja sér framtíðarleið er farið í heimsóknir í ólík fyrirtæki og einstaklingar fengnir í heimsókn til að segja frá fjölbreyttum störfum. Ennfremur öðlast nemendur innsýn í störf kennara sinna sem koma úr breiðum hópi starfandi listamanna og hönnuða.
Nemendur í viðbótarnámi við framhaldsskóla fara í námsferð til Evrópu þar sem þeir heimsækja skóla og fyrirtæki á sínu sviði.