Alþjóðastefna

Myndlistaskólinn í Reykjavík leggur áherslu á að búa nemendur undir störf sem listamenn og hönnuðir á alþjóðlegum vettvangi. Skólinn er í víðtæku samstarfi við einstaklinga, skóla og stofnanir hérlendis og erlendis í þeim tilgangi að auka möguleika nemenda og efla gæði skólastarfsins.

Í viðbótarnámi á framhaldsskólastigi er farið í námsferð til Evrópu. Markvisst er leitað eftir erlendum samstarfsverkefnum fyrir aðra nemendahópa.

Stefna skólans er að:

  • styrkja stöðu sína með virkri þátttöku í innlendu og alþjóðlegu samstarfi;
  • byggja upp samstarf við skóla og stofnanir hérlendis og erlendis;
  • styðja nemendur og starfsfólk skólans til þátttöku í fjölþjóðlegum verkefnum;
  • styðja nýútskrifaða nemendur til tímabundinna starfa á sínu sérsviði hjá stofnunum og fyrirtækjum í öðrum löndum.