Námsferilsskrá

Námsferill nemenda hefur um árabil verið skráður í miðlægt tölvukerfi skólans og geta nemendur ávallt fengið yfirlit um stöðu sína.

Haustið 2015 gerði skólinn samning um afnot af náms- og upplýsingakerfinu inna.is og eru námsferlar nemenda frá og með þeim tíma geymdir þar. Skjalasafn skólans geymir að auki afrit af útprentuðum skírteinum og staðfestingum um lokna áfanga.