Persónuverndarstefna

Á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hefur Myndlistaskólinn í Reykjavík sett sér persónuverndarstefnu sem starfsfólk skólans hefur að leiðarljósi þegar unnið er með persónuupplýsingar.

Þær persónuupplýsingar sem unnið er með í tengslum við nemendur eru fyrst og fremst almennar, s.s. nafn, kennitala, netfang, símanúmer, heimilisfang, námsferill, staða í námi, upplýsingar um aðstandendur, mynd og myndir teknar í kennslustofu. Viðkvæmar persónuupplýsingar sem unnið er með varða fyrst og fremst heilsufar, námsörðugleika og fatlanir.

Í tengslum við starfsfólk er unnið með almennar persónuupplýsingar á borð við nafn, kennitölu, netfang, símanúmer, heimilisfang, menntun og starfsferil og ýmsar fjárhagslegar upplýsingar, s.s. um laun, opinber gjöld og bankareikninga. Til viðkvæmra upplýsinga teljast upplýsingar um stéttarfélagsaðild.

Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga grundvallast ávallt á samþykki hins skráða eða forráðamanns ef hinn skráði er ólögráða. Vinnsla persónuupplýsinga fer eingöngu fram í þágu ákveðinna markmiða eða til að uppfylla gerðan samning. Myndlistaskólinn í Reykjavík gætir þess að upplýsa starfsfólk sitt um meðhöndlun persónuupplýsinga.

Við vinnslu rafrænna persónuupplýsinga nýtir skólinn þjónustu utanaðkomandi vinnsluaðila og er þá ávallt gengið úr skugga um að viðkomandi vinnsluaðili hafi fullgilda vottun sem slíkur.

Skólinn áskilur sér rétt til að nota myndir og vídeóefni úr starfi skólans í auglýsingar, í kynningarefni á heimasíðu, í markaðsefni á prenti og á samfélagsmiðlum. Berist beiðni frá nemanda eða forráðamanni um að fjarlægja efni með viðkomandi er undantekningalaust orðið við því. Þó er ekki hægt að fara fram á að mynd sé fjarlægð þegar um er að ræða hópmynd sem tekin er í skólanum eða á viðburðum honum tengdum og enginn einn er aðalatriði myndarinnar. Lögð er áhersla á að andlit nemenda í barnadeild séu ekki greinanleg í auglýsingaefni nema með sérstöku leyfi forráðamanna.

Elín Elísabet Jl Húsið