Ráðgjöf og stuðningur við nemendur

Allt fastráðið starfsfólk skólans styður nemendur í námi sínu við skólann, hvert með sínum hætti.

Nemendur sækja almennar upplýsingar varðandi skólastarfið til skrifstofu. Þar fæst einnig ýmiskonar efni og áhöld,s.s. ritföng, skissubækur og þessháttar. Ennfremur geta þau fengið tæki á borð við tölvur og ljósmyndavélar að láni.

Hjá starfsmanni bókasafns fá nemendur aðstoð við að leita sér upplýsinga og heimilda í tengslum við námið.

Umsjónarmaður tæknimála við skólann aðstoðar nemendur við úrlausn ýmissa tæknilegra vandamála, t.d. varðandi uppsetningu á forritum í tölvu.

Náms- og starfsráðgjafi skólans er trúnaðarmaður nemenda og leiðbeinir þeim um námstækni, tímaskipulag og námsval. Ennfremur veitir náms- og starfsráðgjafi persónulega ráðgjöf og vísar nemendum til sérfræðinga utan skólann þegar við á.

Nemendur geta ávallt leitað til yfirkennara og skólameistara eftir stuðningi og ráðgjöf.

Nemendur fá aðstoð við uppsetningu á verkum sínum hjá starfsfólki skólans.