Kennslumat nemenda á framhaldsskólastigi
Þegar áfanga lýkur fá nemendur senda könnun með einföldum spurningum varðandi áfangann. Niðurstöður eru ekki birtar opinberlega. Þær eru fyrst og fremst yfirfarnar af yfirkennara/deildarstjóra sem ber þær undir skólameistara, viðkomandi kennara eða aðra ef tilefni er til. Niðurstöður eru teknar alvarlega og allar ábendingar skoðaðar og mat lagt á hvort ástæða sé til breytinga.
Könnunin er einföld, spurt er fimm krossaspurninga og hver spurning býður upp á fjögur svör.
- Var kennsla áfangans greinargóð og uppbyggileg? Svarmöguleikar: Já - Yfirleitt - Ekki alltaf - Nei
- Hvernig var skipulag áfangans? Svarmöguleikar: Mjög gott - Nokkuð gott - Sæmilegt - Slæmt
- Voru markmið áfangans skýr? Svarmöguleikar: Mjög skýr - Fremur skýr - Nokkuð óskýr - Óskýr
- Voru verkefni áfangans í samræmi við markmið? Svarmöguleikar: Já algjörlega - Að mestu leyti - Ekki að öllu leyti - Alls ekki
- Hvernig var aðbúnaður (kennslustofa, efni, verkfæri, annað)? Svarmöguleikar: Mjög góður - Góður - Ekki nógu góður - Slæmur
Í lokin er spurt þriggja opinna textaspurninga sem ekki er skylt að svara. Markmiðið er fyrst og fremst að gefa nemendum kost á að tjá sig nafnlaust ef þeim liggur eitthvað á hjarta:
- Hverjar voru veiku hliðar áfangans?
- Hverjar voru sterku hliðar áfangans?
- Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?