Tæki og búnaður

Nemendum stendur til boða að fá að láni tæki og búnað, s.s. stafrænar myndavélar með HD möguleika, filmuvélar, glæruvarpa, myndvarpa, hljóðupptökutæki, hljóðnema, sjónvörp, fartölvur og stúdíóljós. 

Umsjónarmaður tæknimála annast útlán.

Útlánsreglur:

  • Myndavélar og hljóðupptökutæki eru lánuð í einn dag í senn. Nemendum er heimilt að fara með þau út fyrir skólann. 
  • Stúdíóljós, glæruvarpar, myndvarpar og sjónvörp eru lánuð til notkunar innan skólans.
  • Stúdíóljós eru einungis lánuð til nemenda sem hafa lokið áfanga í ljósmyndun.