Áætlun um viðbrögð við áföllum

Í áfallaráði Myndlistaskólans í Reykjavík sitja skólameistari, yfirkennarar og náms- og starfsráðgjafi. Hlutverk áfallaráðs er að taka stjórnina og bregðast við í kjölfar áfalls. Til áfalla telst einelti eða ofbeldi sem nemendur/starfsmenn skólans verða fyrir og langvinnir sjúkdómar, önnur alvarleg veikindi eða andlát nemanda, starfsmanns eða aðstandanda nemanda eða starfsmanns.

Viðbrögð við áfalli:

  • Virðing fyrir hverjum þeim sem verður fyrir áfalli er leiðarljós ráðsins. Ákvörðun um hvort gæta skuli trúnaðar um áfall skal tekin í samráði við þann sem fyrir því verður.
  • Tilkynna skal áfall til neyðarlínu í síma 112, ef við á.
  • Hafa skal strax samband við skólameistara, yfirkennara eða náms- og starfsráðgjafa.
  • Starfsmaður sem kemur að áfalli skráir hjá sér vitni sem voru að atburðinum og lætur skólameistara fá listann.
  • Áfallaráð metur hver skuli annast stuðning við nemanda/nemendur sem tengjast áfalli, forráðamenn eða aðra þá er þurfa þykir.
  • Skólameistari hefur samband við þá sem áfallið snertir.
  • Áfallaráð metur hvernig upplýsingum er komið á framfæri.
  • Samskipti við lögreglu og fjölmiðla eru í höndum skólastjóra.
  • Starfsmenn skrifstofu fá upplýsingar og sjá um að halda boðleiðum opnum.
  • Huga skal að eftirfarandi þegar við á: Utanaðkomandi áfallahjálp, samúðarkveðjum, heimsóknum, minningargrein.