Náms- og starfsráðgjafi

Við skólann starfar náms- og starfsráðgjafi sem veitir nemendum skólans margvíslegan stuðning. Markmiðið Myndlistaskólans með náms- og starfsráðgjöf er að stuðla að farsælu námi og námslokum nemenda og styðja stjórnendur og starfsfólk skólans við sín störf í sama tilgangi.

Náms- og starfsráðjafi:

 • er trúnaðar- og talsmaður nemenda innan skólans og vinnur samkvæmt siðareglum náms- og starfsráðgjafa.
 • skipuleggur heildstæða áætlun í náms- og starfsfræðslu
 • tekur þátt í skipulagi umsjónarstarfs
 • veitir nemendum persónulega ráðgjöf
 • aðstoðar nemendur við gerð námsáætlunar
 • annast ráðgjöf um náms- og starfsval
 • liðsinnir kennurum vegna námsvanda nemenda
 • veitir umsögn vegna fjarvista nemenda
 • tekur þátt í kynningarstarfi skólans
 • veitir umsækjendum ráðgjöf um nám
 • aðstoðar stjórnendur við innritun nýrra nemenda
 • annast stuðningsviðtöl, teymisfundi og ráðgjöf til foreldra/forráðamanna
 • á sæti í stoðteymi, áfalla- og eineltisteymi skólans
 • sinnir ýmsum öðrum verkefnum tengdum náms- og starfsráðgjöf í samráði við skólameistara
 • skila árlegri skýrslu um veitta þjónustu.

Hægt er að fá upplýsingar um viðveru námsráðgjafa á skrifstofu skólans. Nemendur og forráðamenn geta einnig leitað til yfirkennara/deildarstjóra varðandi umsóknir um áframhaldandi nám og aðstoð við möppugerð.

Náms- og starfsráðgjafi skólans er Anna Sigurðardóttir