Skv. 40. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 ber skólum að viðhafa innra mat á gæðum og árangri starfsins. Í reglugerð um mat og eftirlit í framhaldsskólum nr. 700/2010 segir að innra mat skuli samofið annarri starfsemi skólans, matið skuli vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins.
Stjórn skólans, starfsfólk, foreldrar og nemendur taka þátt í innra mati, eftir því sem við á. Stefnt er að því að leita lausna og ráðast í úrbætur svo hratt sem mögulegt er.
Sjálfsmat skólans er með eftirtöldum hætti:
1. Könnun á kennsluaðferðum og námsefni. Matið fer fram í lok hvers áfanga með netkönnun sem nemendur eru beðnir að svara. Niðurstöðurnar eru yfirfarnar af yfirkennara og birtar kennara og skólameistara ef tilefni er til. Sé þess þörf eru gerðar umbætur.
2. Könnun á annarri þjónustu og starfsemi eins og stjórnun, ráðgjöf, bókasafni, tölvuveri og tækjakosti. Matið fer fram með formlegum hætti í netkönnun sem sem nemendur eru beðnir að svara. Niðurstöðurnar eru yfirfarnar af yfirkennara, skólameistara og birtar viðkomandi starfsfólki ef tilefni er til. Sé þess þörf eru gerðar umbætur.
3. Könnun á viðhorfum nemenda til skólastarfsins í heild. Mat nemenda kemur annars vegar fram í árlegri fundaröð skólameistara sem hann boðar til á haustönn með öllum hópum í fullu námi. Hinsvegar á árlegum skólafundi sem boðað er til á vorönn en til hans er boðið öllum nemendum í dagskóla, starfsfólki, kennurum og foreldrum ólögráða nemenda ef við á. Niðurstöðurnar þessara matsfundana eru yfirfarnar af starfsfólki skólans og fundargerðir birtar á vefsíðu skólans. Sé þess þörf eru gerðar umbætur.
4. Spurningalisti er sendur til útskrifaðra nemenda úr fullu námi við skólann eftir að námi lýkur í þeim tilgangi að kanna framvindu náms þeirra og gæði námsins við Myndlistaskólann. Niðurstöðurnar eru yfirfarnar af stjórnendum skólans sem meta hvort ástæða sé til breytinga.