Innra mat og umbætur

Sjálfsmat skólans er með eftirtöldum hætti:

1. Mat nemenda á kennsluaðferðum og námsefni. Matið fer fram í lok hvers áfanga með netkönnun sem nemendur eru beðnir að svara. Niðurstöðurnar eru yfirfarnar af yfirkennara og birtar kennara ef tilefni er til.

2. Mat nemenda á annarri þjónustu og starfsemi eins og stjórnun, ráðgjöf, bókasafni, tölvuveri og tækjakosti. Matið fer fram með formlegum hætti í netkönnun sem sem nemendur eru beðnir að svara.,

3. Mat nemenda kemur einnig fram með óformlegum hætti á árlegri fundaröð skólastjóra sem hann boðar til með öllum hópum í fullu námi.

3. Staða útskrifaðra nemenda úr fullu námi við skólann er könnuð ári eftir að þeir ljúka námi. Könnunin er gerð með ýmsum hætti t.d. með samtölum við fyrrverandi nemendur, netkönnun eða öðrum hætti.

4. Mat utanaðkomandi myndlistarmanns eða hönnuðar á skólastarfinu og árangri nemenda. Í tengslum við yfirferð á lokaverkefnum nemenda í fullu námi eru að jafnaði kallaðir til utanaðkomandi prófdómarar. Að lokinni yfirferð er rætt við viðkomandi prófdómara um frammistöðu nemenda, hvaða þættir séu yfir heildina í góðu horfi og hvað megi bæta til að nemendur nái betri árangri.

Stefnt er að því að leita lausna og ráðast í úrbætur svo hratt sem mögulegt er, svo fremi sem þess er kostur.