Yfirkennarar / deildarstjórar

Yfirkennari starfar í nánu samstarfi við skólastjóra og rekstrarstjóra við að halda utan um faglegt starf á sinni braut og fylgjast með því að reksturinn sé innan fjárhagsáætlunar. Starfið felst í því að gera stundaskrár í samræmi við brautarlýsingu, útvega kennara og funda með þeim um kennslulýsingar, námsáætlanir, einkunnagjöf og annað varðandi kennsluna, sjá um inntöku nemenda, fylgjast með skólasókn og námsframvindu hjá hverjum og einum og leita lausna, í samráði við námsráðgjafa, ef nemendur lenda í vanda í sínu námi. Yfirkennari miðlar upplýsingum til nemenda, fer yfir einkunnir og umsagnir áður en þær eru birtar og fylgist með því að námsferlar standist skilyrði til útskriftar. Yfirkennari hefur umsjón með vorsýningum, námsferðum á vegum skólans og öðrum viðburðum sem fram fara í tengslum við námið, hefur yfirsýn yfir efnislager brautar og sér til þess að umgengni í stofum brautarinnar sé góð. Yfirkennari sér um mat á skólastarfinu með kennslumatskönnunum og öðrum leiðum. Yfirkennari skilar skýrslu um skólastarfið á hverri önn í samstarfi við áfangastjóra.

  • Yfirkennari á listnámsbraut (tveggja ára nám til stúdentsprófs og eins árs fornám) er Þórunn María Jónsdóttir
  • Yfirkennari myndlistarnáms fyrir nemendur sem lokið hafa starfsbraut er Berglind Erna Tryggvadóttir
  • Yfirkennari keramikbrautar er Katrín Valgerður Karlsdóttir
  • Yfirkennari listmálarabrautar er Jón BK Ransu
  • Yfirkennari teiknibrautar er Halldór Baldursson
  • Yfirkennari textílbrautar er Margrét Katrín Guttormsdóttir
  • Yfirkennari leik- og grunnskólasamstarfsverkefna er Guðrún J Benónýsdóttir

Deildarstjóri námskeiða skipuleggur námskeiðaframboð skólans, ræður kennara og skipuleggur efni og uppbyggingu námskeiða í samráði við kennara, fylgist með skráningum, bókar stofur og miðlar upplýsingum til kennara og nemenda/forráðafólks nemenda, sér um efnislager og varðveitir kennslulýsingar og verkefni í verkefnabanka skólans. Deildarstjóri skilar skriflegri skýrslu um faglegt starf í lok hverrar annar sem birt er í ársskýrslu.

  • Deildarstjóri barna- og unglingadeildar er Þuríður Ósk Smáradóttir
  • Deildarstjóri námskeiða fyrir fullorðna er Ólöf Bóadóttir