Rekstrarstjóri

Rekstrarstjóri heldur utan um fjármál skólans, gerir reikninga og áætlanir, annast bókfærslu og kostnaðareftirlit og stemmir af bankareikninga skólans. Fjármálastjóri útbýr ráðningarsamninga, reiknar út og greiðir laun til starfsmanna skólans. Fjármálastjóri sér um verðskrárgerð og tekur þátt í samningagerð við viðsemjendur skólans og annast jafnframt fjárhagsleg samskipti við fulltrúa þeirra aðila, sem og viðskiptabanka skólans, tryggingafélag og endurskoðanda. Fjármálastjóri tekur saman ýmis yfirlit yfir fjárhag einstakra verkefna innan skólans og gerir tillögur fyrir aðra stjórnendur skólans um nýtingu fjár og fjáröflun og endurskipulagningu á fjárreiðum sé þess þörf. Fjármálastjóri útbýr skýrslur úr fjárhagskerfum og gengur frá ársreikningi til endurskoðanda.

Skólameistari og rekstrarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á að ársreikningur skólans sé í samræmi við lög og reglur um reikningsskil.

Rekstrarstjóri er Steingerður Hreinsdóttir