Deildarstjórar

Deildarstjórar hafa umsjón með samskiptum við nemendur, foreldra og kennara, inntöku nemenda og innra skipulagi deilda, ennfremur framþróun og mati á skólastarfi í samráði við skólastjóra. Hluti af verksviði þeirra er að gera ráðningarsamninga, skrá námsferla, skólasókn og aðrar upplýsingar um nemendur og að miðla þeim upplýsingum áfram til nemenda eða kennara eftir því sem við á. Deilarstjóri sér um innkaup og ber ábyrgð á umgengni nemenda í skólanum. 

Skólastjóri og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á ráðningu kennara og skal ráðningu kennara fyrir næsta skólaár lokið í maí. Skólastjóri og deildarstjórar bera sameiginlega ábyrgð á inntöku nemenda og brautskráningu. Deildarstjórar sjá um að skrásetja upplýsingar um skólastarfið, safna saman kennslulýsingum og verkefnum og miðla til kennara og nemenda. Deilarstjórar skila skriflegri skýrslu um faglegt starf í lok hverrar annar sem birt er í ársskýrslu.