Félagsmenn Félags Myndlistaskólans í Reykjavík eru starfandi myndlistarmenn og hönnuðir og velunnarar skólans. Megintilgangur félagsins er að skapa vettvang fyrir umræðu um starf skólans og vera þannig kennurum og stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík faglegur bakhjarl.
Aðalfundur félagsins kýs stjórn félagsins hvert ár og eru fimm manns í stjórn. Stjórnfundir í félaginu eru haldnir tvisvar á ári.
Stjórn Félags Myndlistaskólans í Reykjavík 2023-2024 eru Halla Kjartansdóttir, Halldór Kristján Baldursson, Steingerður Hreinsdóttir, Yean Fee Quay og Þuríður Ósk Smáradóttir. Varamenn eru Ína Salóme Hallgrímsdóttir og Ólöf Bóadóttir.