Umsóknir fyrir skólaárið 2024-25

Við tökum á móti umsóknum um nám á eftirfarandi námsbrautum.

Einnig bjóðum við upp á tveggja ára viðbótarnám við framhaldsskóla á eftirfarandi brautum.

  • Keramikbraut: Á keramikbraut er áhersla lögð á að nemandinn kynnist öllum helstu aðferðum og tækni við leirvinnu, bæði gömlum og nýjum (Inntökuferli lokið).
  • Listmálarabraut: Áhersla er lögð á að nemandinn læri aðferðir og efnistök málaralistarinnar og öðlist fræðilega þekkingu á faginu.
  • Teiknibraut: Áhersla er lögð á tæknilega færni, skilning á sögulegu samhengi og sjálfstæði nemandans í hugmyndavinnu og útfærslu (Inntökuferli lokið).
  • Textílbraut: Nemendur læra fjölbreyttar vinnuaðferðir í textíl svo sem silkiþrykk, hand- og vélprjón, vefnað, spuna, jurtalitun, munsturgerð og útsaum.