Umsóknir í dagskólanám 2026-2027
Hefurðu ástríðu fyrir því að skapa? Komdu í nám skólaárið 2026-7.
Umsóknarvefurinn verður opnaður 20. febrúar 2026. Frestur til að skila inn umsókn rennur út á miðnætti 26. maí 2026.
Markmið skólans með því að bjóða nemendum fjölbreyttar námsleiðir á sviði myndlistar, hönnunar og listhandverks, lista- og menningarsögu er að hvetja til persónulegrar, listrænnar tjáningar og efla almenna menntun og vitund um gildi listar og menningar fyrir samfélagið, mannlegt umhverfi og náttúruna.
Í skólanum færðu tækifæri til að þróa faglega færni, læra af reyndum listamönnum og kynnast fjölbreyttum aðferðum sem styrkja þinn eigin stíl. Hvort sem þú stefnir að ferli í skapandi listum eða vilt dýpka þekkingu þína, þá er þetta staðurinn til að vaxa og ná árangri.
Taktu skref í átt að því að skapa framtíð í list og hönnun!
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið og námsleiðir:
Listnámsbraut til stúdentsprófs – 2 ár
- Fyrir nemendur sem hafa lokið að lágmarki eins árs námi við annan framhaldsskóla
- Markmið: frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
Eins árs fornám
- Fyrir þá sem hafa lokið stúdentsprófi
- Markmið: frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
Eins árs fornám
- Fyrir þá sem hafa lokið starfsbraut í framhaldsskóla eða sambærilegu námi
- Markmið: frekara nám eða störf á sviði myndlistar.
Viðbótarnám við framhaldsskóla
- Fyrir nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi af listnámsbraut eða sambærilegu námi
- Hentar einnig fólki sem lokið hefur háskólanámi í myndlist eða hönnun
- Markmið: frekara nám, nýsköpun, rannsóknir og störf á sérsviði viðkomandi greinar.
Skólinn býður upp á fjórar námsbrautir: