Vafrakökustefna

Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn sem þú nýtir til að heimsækja heimasíðu Myndlistaskóla Reykjavíkur, www.mir.is. Vafrakökurnar eru notaðar til þess að gera notendaupplifun þína sem besta og einfalda okkur að hafa yfirlit yfir þínar stillingar, til að tryggja öryggi og til að greina umferð um síðuna. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til að komast inn í tölvuna þína. Myndlistaskólinn styðst við nauðsynlegar vafrakökur frá Craft. Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar til þess að veita netþjónustu og til þess að vefsíðan geti virkað rétt. Þær eru eingöngu notaðar til að framkvæma og auðvelda flutning á samskiptum yfir netkerfi.

Þegar notendur heimsækja mir.is í fyrsta skipti er óskað eftir samþykki gesta fyrir notkun vafrakaka í fæti síðunnar. Þar geta gestir valið að leyfa eða hafna þeim valfrjálsu vafrakökum sem Myndlistaskólinn notar. Hægt er að breyta ákvörðun um að samþykkja eða hafna valfrjálsum vafrakökum hvenær sem er.

Myndlistaskólinn í Reykjavík notar vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu skólans. Umferð á vefinn er mæld með Google Analytics og Meta (Facebook) Pixel. Það þýðir að skráður tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði. Upplýsingar sem fást með vafrakökum eru notaðar til þess að aðlaga þjónustu skólans betur að þörfum notenda.

Heimasíða Myndlistaskólans er með efni frá utanaðkomandi veitendum eins og Youtube og Vimeo. Til að skoða þetta efni frá þriðja aðila þarf fyrst að samþykkja sérstaka skilmála og skilyrði þeirra. Þessi þjónusta þriðja aðila er ekki á vegum Myndlistaskólans og geta þessir veitendur breytt hvenær sem er þjónustuskilmálum sínum, tilgangi og notkun á vafrakökum.

Vafrakökurnar fá einungis ópersónugreinanleg gögn frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Skólinn deilir ekki persónugreinanlegum gögnum notenda með þriðja aðila.