1. |
Í Myndlistaskólanum í Reykjavík ber öllum að viðhafa kurteisi í samskiptum og virða skoðanir og verk annarra. |
2. |
Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu og samskiptum við aðra. |
3. |
Kennarar eru verkstjórar í skólastarfinu. |
4. |
Nám við Myndlistaskólann í Reykjavík er að stórum hluta verklegt og því mikil áhersla lögð á viðveru nemenda (sjá mætingarreglur skólans). |
5. |
Öllum, bæði starfsmönnum og nemendum ber að ganga vel um bókasafn skólans, búnað, stofur og sameiginleg rými, tæki, tól og efnivið og temja sér að skilja við eins og þeir vilja koma að. |
6. |
Áhersla er lögð á öryggi, heilsu- og umhverfisvernd. Neysla matar fer eingöngu fram í matsal. Sorp er flokkað. Virðing er borin fyrir öllu efni og það endurnýtt ef þess er kostur. |
7. |
Óheimilt er að neyta nikótíns, áfengis eða annara vímuefna innan skólans. |
8. |
Sýni nemandi af sér ósæmilega hegðun er reynt að útkljá málið með viðtölum við nemandann sjálfan og foreldra hans sé hann yngri en 18 ára. |
9. |
Brjóti nemandi ítrekað skólareglu eða sinni ekki námi sínu hefur skólameistari heimild til að vísa viðkomandi tímabundið úr námi sbr. 33. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Áður en til þess kemur fær nemandinn áminningu og tækifæri til úrbóta (sbr. reglur um meðferð ágreiningsmála). |