Móttökuáætlun

Þegar nemendur eru innritaðir í barna- og unglingadeild er óskað eftir því að forráðamenn upplýsi skólann um sérþarfir nemanda séu þær fyrir hendi. Kennari eða deildarstjóri hafa þá samband við forráðamenn og fá frekari upplýsingar um hvernig best megi aðstoða nemandann svo árangur náist í náminu.

Telji nemendur í fullu námi sig hafa þörf fyrir aðstoð eða leiðbeiningar til að ná árangri í námi geta þeir leitað til námsráðgjafa eða deildarstjóra viðkomandi deildar.