Móttökuáætlun

Þegar nemendur eru innritaðir í barna- og unglingadeild er óskað eftir því að forráðamenn upplýsi skólann um sérþarfir nemanda séu þær fyrir hendi. Kennari eða deildarstjóri hafa þá samband við forráðamenn og fá frekari upplýsingar um hvernig best megi aðstoða nemandann svo árangur náist í náminu.

Náms- og starfsráðgjafi skólans fer inn í alla námshópa í fornámi og viðbótarnámi á framhaldsskólastigi, kynnir sig og þjónustuna sem í boði er. Nemendur eru hvattir til að hafa samband ef þörf er á og eru þeir velkomnir í viðtal.

Nemendur á listnámsbraut eru boðaðir í viðtal við upphaf náms þar sem náms- og starfsráðgjafi og yfirkennari taka á móti þeim. Þar er farið yfir námsferil nemanda, hugað að sérþörfum ef einhverjar eru og nemendur hvattir til að láta vita ef eitthvað kemur upp á sem hamlað getur námi þeirra. Haft er samband við foreldra þeirra nemenda sem ekki hafa náð átján ára aldri.

Náms- og starfsráðgjafi boðar einnig nemendur á öðru ári í viðtöl í upphafi anna og aðstoðar við val á námi utan skóla ef þörf er á.