Skólastarf í Myndlistaskólanum í Reykjavík fer fram á íslensku að undanskildu námi í erlendum tungumálum og því þegar kennarar eða fyrirlesarar eru ekki mæltir á íslensku.
Það er skylda skólans að veita nemendum aðgang að auðugum orðaforða um starfssvið sitt á móðurmálinu. Ennfremur er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fagmáli á öllum sviðum sé viðhaldið með markvissum hætti.
Kennsla við skólann er að mestu verkleg og kennsluhættir mjög einstaklingsmiðaðir. Kennarar í verklegu námi hafa ýmsa möguleika á að koma til móts við þarfir erlendra nemenda sem stunda nám við skólann. Í bóklegu námi er bent á lesefni og tekið við skriflegum verkefnum á ensku eða öðru erlendu tungumáli í samráði við kennara.