Aðgengi að skólahúsnæði

Inngangar í JL-húsið eru tveir, beggja vegna hússins. Aðgengi að lyftu er eingöngu sé farið inn í húsið Hringbrautarmegin. Salerni fyrir fatlaða eru inn af matsal nemenda á 2. hæð og inni á gangi vestan við stigahús á 3. hæð.

Kennslustofa skólans í Miðbergi, Gerðubergi 1, er staðsett á 2. hæð. Inngangur er frá norðaustur horni hússins. Bílastæði eru sunnan og vestan við húsið, Gerðubergsmegin en göngustígur liggur upp með húsinu austanverðu. Einnig er hægt að koma að húsinu frá bílastæði austan við Hraunberg 4. Við útidyr eru bæði tröppur og rampur.