Skólinn býður starfsfólki sínu og kennurum reglulega upp á endurmenntun sér að kostnaðarlausu. Endurmenntunin er af ýmsum og ólíkum toga, s.s. fyrirlestrar um kennslufræðileg efni, kynningar á völdum verkefnum og listamönnum, námskeið í ákveðnum aðferðum í myndlist eða fyrstu hjálp svo nokkuð sé nefnt.
Skólinn á aðild að Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Kennarar geta sótt um styrk til að fara í námsferðir til Evrópu.