Stefna

Upphaflegt markmið með stofnun skólans var að stuðla að almennri menntun og meðvitund um gildi lista og menningar með því að starfrækja myndlistanámskeið fyrir fólk á öllum aldri og það fellur ekki úr gildi. Skólinn hefur ennfremur það markmið að vera í fararbroddi í myndlistarkennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, annars vegar með því að bjóða nemendum á þessum skólastigum upp á gott nám í myndlist og tengdum greinum og hins vegar með endurmenntun fyrir kennara og með því að veita kennurum í öðrum skólum aðgang að verkefnum og kennsluefni.

Í öllu starfi Myndlistaskólans í Reykjavík er lögð áhersla á að þroska skapandi hugsun, fagmennsku, hugrekki og sjálfstæði nemenda og efla meðvitund þeirra um ábyrgð sína á eigin námi og framtíð. Jafnframt að nemendur læri og öðlist þjálfun í að beita aðferðum og tækni á fjölbreyttu sviði myndlistar og hönnunar.