Ef nemandi mætir ekki í skólann við upphaf náms eða gerir grein fyrir fjarveru sinni fyrstu kennsluvikuna er litið svo á að hann ætli ekki að stunda nám við skólann. Öðrum er þá veitt skólavist í hans stað.
1.  | 
 Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og mæta stundvíslega. Lágmarksviðvera til að standast áfanga er 80%.  | 
 
2.  | 
 Fylgst er með ástundun nemenda og er manntal tekið við upphaf kennslu.  | 
 
3.  | 
 Það er á ábyrgð nemanda að viðvera hans sé skráð.  | 
 
4.  | 
 Veikindatilkynningar skulu sendar samdægurs á námsvefnum inna.is eða með tölvupósti til yfirkennara.  | 
 
5.  | 
 Nemandi með langvinn veikindi sem taka þarf tillit til skal við upphaf náms skila inn læknisvottorði og gera áætlun í samráði við yfirkennara sem miðar að því að námið skili sem ríkulegustum árangri. Fari raunmæting undir 50% þarf sérstakt leyfi skólameistara til að halda áfram námi.  | 
 
6.  | 
 Nemandi sem af tiltekinni ástæðu getur ekki sótt skóla í einn eða tvo daga sækir um leyfi til yfirkennara.  | 
 
7.  | 
 Nemandi sem af tiltekinni ástæðu getur ekki sótt skóla í fleiri en tvo daga sækir um leyfi til skólameistara.  | 
 
8.  | 
 Fari skólasókn nemanda niður fyrir 80% í áfanga, hvort sem það er af völdum veikinda eða af öðrum ástæðum, þarf nemandinn að leysa sérstök verkefni sem sýna fram á að hann hafi náð námsmarkmiðum viðkomandi áfanga.  | 
 
9.  | 
 Fari heildarskólasókn nemanda niður fyrir 80% kallar yfirkennari hann til viðtals og gerir samning um bætta ástundun. Ef nemandi heldur ekki samninginn áskilur skólinn sér rétt til að vísa honum frá námi.  |