Skólaráð

Skólastjóri er oddviti skólaráðs sem auk hans er skipað einum deildarstjóra, einum almennum starfsmanni, tveimur fulltrúum kennara og tveimur fulltrúum nemenda. Skólaráð er skólastjóra til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans. Það fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar, skólareglur, umgengnishætti í skólanum og vinnu- og félagsaðstöðu nemenda.