Kennarafundir

Kennarafundir eru haldnir í hverri deild um sig í upphafi annar, tvisvar á ári. Markmiðið er að móta í sameiningu kennsluna á önninni með það fyrir augum að sem best samfella verði í námi nemenda.

Fulltrúi kennara í stjórn/skólanefnd er kosinn á aðalfundi skólafélagsins sem og fulltrúi kennara í skólaráði. Fulltrúi í stjórn/skólanefnd getur setið samfellt í þrjú ár. Sama gildir um skólaráð.