Að skólanum stendur Félag Myndlistaskólans í Reykjavík en félagsmenn eru starfandi myndlistarmenn og hönnuðir og velunnarar skólans. Fundir í félaginu eru haldnir tvisvar á ári og eru fimm manns í stjórn. Megintilgangur félagsins er að skapa vettvang fyrir umræðu um starf skólans og vera þannig kennurum og stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík faglegur bakhjarl.
Aðalfundur félagsins kýs stjórn sjálfseignarstofnunarinnar sem ber ábyrgð á rekstri Myndlistaskólans í Reykjavík og gegnir hlutverki skólanefndar.