Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun Myndlistaskólans í Reykjavík

Stjórnandi aðgerðir ef til rýmingar kemur er skólastjóri, húsvörður eða sá kennari námskeiðaskóla sem kennir í stofu næst stjórntöflu. Haldin er brunaæfing með nemendum dagskóla í upphafi hverrar annar og með kennurum á kennarafundum í upphafi annar.

Kort með upplýsingum um næstu flóttaleið hangir á áberandi stað í hverju rými. Kennarar námskeiðaskóla benda nemendum á námskeiðum á þessar upplýsingar við upphaf námskeiðs.

Þar sjást:

  • tvær bestu flóttaleiðirnar
  • söfnunarsvæði
  • upplýsingar um hvernig á að bregðast við eldi og jarðskjálftum
  • staðsetning brunavarnatækja

Rýming

1. Viðvörunarkerfi fer af stað

Kennarar:

  • setja nemendur í viðbragðsstöðu,
  • skoða flóttaleiðakort,
  • bera nemendafjölda saman við viðverulista og kanna hvort allir séu á sínum stað,
  • gefa nemendum upplýsingar um stystu leiðir og söfnunarsvæði,
  • bíða átekta.

Aðrir starfsmenn skólans:

  • fara yfir sitt svæði og athuga hverjir eru þar,
  • bíða átekta.

Stjórnandi aðgerðar:

  • fer að stjórntöflu og aðgætir boðin,
  • slekkur á hljóðgjafa,
  • hefur samband við vaktstöð og veitir upplýsingar um boðin.

Ef viðvörunarkerfið hljóðnar halda allir áfram að vinna en eru áfram í viðbragðsstöðu

2. Viðvörunarkerfið fer aftur af stað

Allir:

  • fara hratt en skipulega út og skilja allt laust dót eftir s.s. töskur, bækur og úlpur, nema hvað kennarar taka með sér kladda eða lista yfir viðstadda nemendur,
  • safnast saman á söfnunarsvæði (sbr. kort yfir flóttaleiðir) og bíða frekari fyrirmæla stjórnenda.

Kennarar og lykilstarfsmenn:

  • kanna hver sinn hóp og upplýsa stjórnanda,
  • láta vita ef grunur er um að einhver sé inni á hættusvæði,
  • aðstoða nemendur á ýmsa lund.

3. Stjórnandi aðgerðar:

  • hefur samband við neyðarlínuna 112 ef við á,
  • slekkur eld ef það er öruggt til að lágmarka tjón,
  • tekur á móti slökkviliði ef við á,
  • aðstoðar nemendur og starfsfólk, t.d. við að finna húsaskjól,
  • heimilar inngöngu þegar tryggt er að allt sé í lagi.