Nám á framhaldsskólastigi

Þrjár námsleiðir eru í boði á framhaldsskólastigi.

  • Hægt er að ljúka stúdentsprófi af tveggja ára listnámsbraut skólans. Það er kjörin leið fyrir skapandi einstaklinga til að búa sig undir frekara nám í myndlist eða hönnun og er almennt mjög góður grunnur undir störf á breiðu sviði.
  • Fornám fyrir stúdenta er eins árs nám ætlað nemendum með stúdentspróf sem vilja búa sig undir háskólanám í myndlist, hönnun eða arkitektúr. Fornámið er samsett úr völdum verklegum áföngum af listnámsbrautinni.
  • Fornám fyrir nemendur sem lokið hafa starfsbraut er einstaklingsmiðað listnám, byggt upp með hliðsjón af fornámi fyrir stúdenta. Stundaskrár beggja hópa haldast í hendur með það fyrir augum að nemendahóparnir geti blandast saman í verkefnum eða á viðburðum.