Listnámsbraut

Stúdentspróf miðar að því að undirbúa nemendur undir háskólanám hérlendis og erlendis. Námstími til stúdentsprófs getur verið breytilegur milli námsbrauta og skóla en framlag nemenda skal þó aldrei vera minna en 200 fein. Námslokin eru í öllum tilvikum skilgreind á hæfniþrep þrjú. Inntak náms til stúdentsprófs er háð hæfniviðmiðum námsbrautarinnar en fer einnig eftir því hvers konar undirbúning viðkomandi námsbraut veitir fyrir háskólanám. Uppistaða námsins getur því falið í sér bóknám, listnám eða starfsnám. Um nám til stúdentsprófs gilda sérstakar reglur auk ákvæða um lágmarkseiningafjölda. Þær lúta að hæfnikröfum í kjarnagreinum og öðrum greinum auk þeirra reglna sem gilda almennt um innihald og uppbyggingu námsbrauta með námslok á þriðja hæfniþrepi.Nám á listnámsbraut veitir grunnmenntun í fjölbreyttum greinum myndlistar.  

Nám á listnámsbraut veitir grunnmenntun í fjölbreyttum greinum myndlistar. Stúdentspróf af brautinni býr nemandann undir háskólanám í list- og hönnunargreinum og jafnframt flestum greinum hug- og félagsvísinda. Nám á listnámsbraut veitir ennfremur góðan almennan undirbúning undir störf á breiðu sviði.

Hér er hægt að sjá kynningarmyndband fyrir listnámsbrautina.