Eins árs fornám
Fornám er eins árs nám fyrir þá sem lokið hafa stúdentsprófi af annarri braut og hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
Námið er samsett úr ýmsum verklegum áföngum af listnámsbraut.
Á fyrri önninni eru nemendur í ýmsum grunnáföngum, s.s. teikningu, form- og litafræði, ljósmyndun og myndvinnslu.
Á síðari önninni eru nemendur í ýmsum verkstæðisáföngum og við undirbúning fyrir lokaverk og útskrift.
Námslýsing
Fornám samanstendur af 64 einingum, 32 á hvorri önn.
Nánari upplýsingar um áfanga í fornámi má finna hér.
Námsgjöld skólaárið 2025-26 er 460.000 kr. eða 230.000 kr. önnin.
INNTÖKUSKILYRÐI
Að hafa lokið stúdentsprófi í öðrum framhaldsskóla eða sambærilegt nám.
Mat á umsókn
Umsækjendur skila inn þremur verkefnum sem lögð eru til grundvallar við mat á umsóknum. Svör við verkefnum eru send sem viðhengi með stafrænum eyðublöðum. Verkefnin koma í stað inntökuprófs sem hefur verið lagt til grundvallar undanfarin ár.
Hefur þú spurningar eða vantar þig frekari upplýsingar?
Nánari upplýsingar veitir yfirkennari brautarinnar, Þórunn María Jónsdóttir á netfángið thorunnmaria@mir.is
Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á Önnu Sigurðardóttur anna@mir.is
Listnámsbraut á Instagram