Eins árs fornám
Fornám er eins árs nám fyrir þá sem hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
Námið er samsett af völdum verklegum áföngum af listnámsbraut.
Á fyrri önninni eru nemendur að miklu leyti samferða nemendum á fyrra ári listnámsbrautar í ýmsum grunnáföngum, s.s. teikningu, form- og litafræði, ljósmyndun og myndvinnslu.
Á síðari önninni fylgja þeir nemendum á síðara ári listnámsbrautar í ýmsum verkstæðisáföngum og við undirbúning fyrir lokaverk og útskrift.
Námslýsing
Nánari upplýsingar um áfanga í fornámi má finna hér.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði er stúdentspróf.
Fornám samanstendur af 64 einingum, 32 á hvorri önn.
Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknar vef og þreyta jafnframt inntökupróf.
Námsgjöld skólaárið 2023-24 er 418.000 kr. eða 209.000 kr. önnin.
Hefur þú spurningar eða vantar þig frekari upplýsingar?
Nánari upplýsingar veitir Einar Garibaldi Eiríksson, deildarstjóri, sjonlist@mir.is.
Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is.