Eins árs fornám
Fornám er eins árs nám fyrir þá sem lokið hafa stúdentsprófi af annarri braut og hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
Námið er samsett úr ýmsum verklegum áföngum af listnámsbraut.
Á fyrri önninni eru nemendur í ýmsum grunnáföngum, s.s. teikningu, form- og litafræði, ljósmyndun og myndvinnslu.
Á síðari önninni eru nemendur í ýmsum verkstæðisáföngum og við undirbúning fyrir lokaverk og útskrift.
Námslýsing
Fornám samanstendur af 64 einingum, 32 á hvorri önn.
Nánari upplýsingar um áfanga í fornámi má finna hér.
Námsgjöld skólaárið 2025-26 er 460.000 kr. eða 230.000 kr. önnin.
INNTÖKUSKILYRÐI
Að hafa lokið stúdentsprófi í öðrum framhaldsskóla eða sambærilegt nám.
Mat á umsókn
SÓTT ER UM Í GEGNUM UMSÓKNARVEF
Fylgja þarf eftirfarandi skrefum við stafrænt umsóknarferli:
1) Slá inn kennitölu.
2) Skrá gilt netfang – umsóknarvefur INNU mun senda kóða til að staðfesta netfangið þitt (sendandinn er noreply@inna.is en gæta þarf þess að skilaboðin gætu endað í ruslpóstinum þínum). Sláðu inn kóðann á umsóknareyðublaðið til að halda áfram.
3) Fyrir utan grunnpersónuupplýsingar þarf að gefa upp menntun og/eða starfsreynslu.
4) Valfrjálst: Setja inn stafræna passamynd (ekki stærri en 500 kb að stærð og helst jpg eða jpeg).
5) Skrifa stutta greinargerð um áhugasvið og reynslu (50-100 orð).
6) Hlaða upp stafrænum afritum af stúdentsskírteinum eða öðrum námsvottorðum inn á þar til gerðan reit fyrir fylgiskjöl.
7) Hafa stafræn fylgiskjöl tiltæk: verkefnin þrjú sem verða lögð til grundvallar mats á umsókninni. Samanlögð hámarksskráarstærð fylgiskjala er 350 MB í jpg eða PDF.
8) Fylla út greiðslukortaupplýsingar til að greiða 15.000 kr. umsóknargjald.
- Stafræn umsókn Umsóknarfrestur 26. maí.
Hefur þú spurningar eða vantar þig frekari upplýsingar?
Nánari upplýsingar veitir yfirkennari brautarinnar, Þórunn María Jónsdóttir á netfángið thorunnmaria@mir.is
Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á Önnu Sigurðardóttur anna@mir.is
Listnámsbraut á Instagram