Tveggja ára nám til stúdentsprófs
Nám á listnámsbraut er tveggja ára nám til stúdentsprófs fyrir þá sem hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
Námið er að mestu verklegt og byggir á klassískum grunnáföngum myndlistar, ásamt hugmyndavinnu og sögu. Áhersla er lögð á tæknilega færni, skilning á sögulegu samhengi og sjálfstæði nemandans í hugmyndavinnu og útfærslu.
Nám í bóklegum greinum á borð við íslensku, ensku og stærðfræði tekur sérstakt mið af myndlist og hönnun og sjónræn miðlun er mikilvægur þáttur í verkefnavinnu nemenda.
Verklegir áfangar eru flestir kenndir í samfelldum lotum. Þegar nemendur hafa náð valdi á viðfangsefni áfanga vinna þeir sjálfstætt verkefni. Lifandi samræða um verkefni nemenda er ríkur þáttur í öllum verklegum áföngum.
Meðal þess sem nemendur fást við á brautinni er teikning, módelteikning, lita- og formfræði, ljósmyndun, vídeó, myndvinnsla í tölvu, bókagerð og verkstæðisvinna af ýmsu tagi. Náminu lýkur með sjálfstæðu lokaverkefni sem sýnt er á vorsýningu skólans.
Námsbrautarlýsing
Námið skólans tekur fjórar annir og ljúka nemendur 35 einingum á hverri önn eða 140 einingum á tveimur árum. Listnáms til stúdentsprófs af listnámsbraut er 200 einingar.
Nánari upplýsingar um nám á listnámsbraut má finna í námsbrautarlýsingu.
Námsgjöld skólaárið 2025-26 er 275.000 kr. eða 137.500 kr. önnin.
Inntökusilyrði
Umsækjendur hafa lokið að minnsta kosti 60 einingum við annan framhaldsskóla, sem hér segir:
- 10 einingar á 2. þrepi í íslensku,
- 10 einingar á 2. þrepi í ensku,
- 5 einingar á 2. þrepi í dönsku,
- 5 einingar á 2. þrepi í stærðfræði,
- 30 valeiningar í tungumálum, hugvísindum og raungreinum.
Mat á umsókn
Umsækjendur skila inn þremur verkefnum sem lögð eru til grundvallar við mat á umsóknum. Svör við verkefnum eru send sem viðhengi með stafrænum eyðublöðum. Verkefnin koma í stað inntökuprófs sem hefur verið lagt til grundvallar undanfarin ár. Umsóknarfrestur er til 26. maí.
Sótt er um í gegnum umsóknarvef
Fylgja þarf eftirfarandi skrefum við stafrænt umsóknarferli:
1) Slá inn kennitölu.
2) Skrá gilt netfang – umsóknarvefur INNU mun senda kóða til að staðfesta netfangið þitt (sendandinn er noreply@inna.is en gæta þarf þess að skilaboðin gætu endað í ruslpóstinum þínum). Sláðu inn kóðann á umsóknareyðublaðið til að halda áfram.
3) Fyrir utan grunnpersónuupplýsingar þarf að gefa upp menntun og/eða starfsreynslu.
4) Valfrjálst: Setja inn stafræna passamynd (ekki stærri en 500 kb að stærð og helst jpg eða jpeg).
5) Skrifa stutta greinargerð um áhugasvið og reynslu (50-100 orð).
6) Ef námsferill er ekki tiltækur á INNU – gæti þurft að senda stafræn afrit af skírteinum inn á þar til gerð svæði með tilheyrandi merkingum.
7) Hafa stafræn fylgiskjöl tiltæk: verkefnin þrjú sem verða lögð til grundvallar mats á umsókninni. Samanlögð hámarksskráarstærð fylgiskjala er 350 MB í jpg eða PDF.
8) Fylla út greiðslukortaupplýsingar til að greiða 15.000 kr. umsóknargjald.
- Stafræn umsókn Umsóknarfrestur 26. maí.
Hefur þú spurningar eða vantar þig frekari upplýsingar?
Nánari upplýsingar veitir yfirkennari brautarinnar, Þórunn María Jónsdóttir á netfángið thorunnmaria@mir.is
Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á Önnu Sigurðardóttur anna@mir.is
Listnámsbraut á Instagram