Tveggja ára nám til stúdentsprófs

Nám á listnámsbraut er tveggja ára nám til stúdentsprófs fyrir þá sem hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.

Námið er að mestu verklegt og byggir á klassískum grunnáföngum myndlistar, ásamt hugmyndavinnu og sögu. Áhersla er lögð á tæknilega færni, skilning á sögulegu samhengi og sjálfstæði nemandans í hugmyndavinnu og útfærslu.

Nám í bóklegum greinum á borð við íslensku, ensku og stærðfræði tekur sérstakt mið af myndlist og hönnun og sjónræn miðlun er mikilvægur þáttur í verkefnavinnu nemenda.

Verklegir áfangar eru flestir kenndir í samfelldum lotum. Þegar nemendur hafa náð valdi á viðfangsefni áfanga vinna þeir sjálfstætt verkefni. Lifandi samræða um verkefni nemenda er ríkur þáttur í öllum verklegum áföngum.

Meðal þess sem nemendur fást við á brautinni er teikning, módelteikning, lita- og formfræði, ljósmyndun, vídeó, myndvinnsla í tölvu, bókagerð og verkstæðisvinna af ýmsu tagi. Náminu lýkur með sjálfstæðu lokaverkefni sem sýnt er á vorsýningu skólans.

Námsbrautarlýsing

Nánari upplýsingar um nám á listnámsbraut má finna í námsbrautarlýsingu.

Inntökuskilyrði

Nám til stúdentsprófs af listnámsbraut er 200 einingar.

Inntökuskilyrði eru 60 einingar:

  • 10 einingar á 2. þrepi í íslensku og ensku,
  • 5 einingar á 2. þrepi í dönsku og stærðfræði,
  • 30 valeiningar í tungumálum, hugvísindum og raungreinum.

Við skólann eru teknar 140 einingar á tveimur árum, 35 á hverri önn.

Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknarvef og þreyta jafnframt inntökupróf.

Námsgjöld skólaárið 2023-24 er 248.000 kr. eða 124.000 kr. önnin.

Sækja um

Hefur þú spurningar eða vantar þig frekari upplýsingar?

Nánari upplýsingar veitir Einar Garibaldi Eiríksson, deildarstjóri, sjonlist@mir.is.

Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is.