Fyrir hverja er námið?

Fornám fyrir nemendur sem lokið hafa starfsbraut er ætlað nemendum með þroskahömlun sem hafa lokið starfsbraut í framhaldsskóla eða sambærilegu námi.

Hvað lærum við í náminu?

  • Í náminu lærum við um myndlist og hönnun.
  • Við lærum allskonar leiðir sem fólk notar til að búa til myndlist. Til dæmis lærum við vinnuaðferðir og tækni sem fólk notar.
  • Við lærum orð og lýsingar sem við notum til að tala um myndlist og hönnun. Við lærum líka að nota orð og hugmyndir til að búa til myndlist og hönnun.
  • Við lærum listasögu og tölum um listaverk sem fólk hefur búið til. Við lærum um samtímalist og tölum um hvernig list myndlistarfólk er að gera í dag.

Hvenær er kennsla?

  • Kennsla er frá morgni fram að hádegi, alla virka daga.
  • Námið tekur tvær annir, haustönn og vorönn. Hvor önn er 15 einingar. Samtals er námið 30 einingar.

Námsgjöld

Námsgjöld skólaárið 2025-26 er 210.000 kr. eða 105.000 kr. önnin.

HEFUR ÞÚ SPURNINGAR EÐA VANTAR ÞIG FREKARI UPPLÝSINGAR?

Ef þú vilt spyrja um námið eða fá aðstoð getur þú haft samband við yfirkennara Þórunni Maríu Jónsdóttur, thorunnmaria@mir.is

Nánari upplýsingar um nám í myndlist má finna í námslýsingu.