Fyrir hverja er námið?
Námið er fyrir alla sem hafa lokið starfsbraut í framhaldsskóla eða sambærilegu námi.
Hvað lærum við í náminu?
- Í náminu lærum við um myndlist og hönnun.
- Við lærum allskonar leiðir sem fólk notar til að búa til myndlist. Til dæmis lærum við vinnuaðferðir og tækni sem fólk notar.
- Við lærum orð og lýsingar sem við notum til að tala um myndlist og hönnun. Við lærum líka að nota orð og hugmyndir til að búa til myndlist og hönnun.
- Við lærum listasögu og tölum um listaverk sem fólk hefur búið til. Við lærum um samtímalist og tölum um hvernig list myndlistarfólk er að gera í dag.
Hvenær er kennsla?
- Kennsla er frá morgni fram að hádegi. Námið er alla virka daga.
- Námið er tvær annir, haustönn og vorönn. Hvor önn er 15 einingar. Samtals er námið 30 framhaldskólaeiningar.
Námsgjöld
Námsgjöld skólaárið 2025-26 er 210.000 kr. eða 105.000 kr. önnin.
Hvernig sæki ég um námið?
- Fylla út umsókn í gegnum umsóknarvef.
- Slá inn kennitölu.
- Skrá gilt netfang – umsóknarvefur INNU mun senda kóða til að staðfesta netfangið þitt (sendandinn er noreply@inna.is en gæta þarf þess að skilaboðin gætu endað í ruslpóstinum þínum). Sláðu inn kóðann á umsóknareyðublaðið til að halda áfram.
- Fyrir utan grunnpersónuupplýsingar þarf að gefa upp menntun og/eða starfsreynslu.
- Valfrjálst: Setja inn stafræna passamynd (ekki stærri en 500 kb að stærð og helst jpg eða jpeg).
- Valfrjálst: Skrifa stutta greinargerð um áhugasvið og reynslu (50-100 orð).
- Senda líka stafrænar myndir úr skissubókunum þínum og listaverkum. Að lágmarki 3 myndir. Hámarksskráarstærð er 350 MB.
- Fylla út greiðslukortaupplýsingar til að greiða 15.000 kr. umsóknargjald.
- Stafræn umsókn Umsóknarfrestur 26. maí.
ATH. Allir umsækjendur verða boðir í inntökuviðtal í skólanum og við tölum saman.
HEFUR ÞÚ SPURNINGAR EÐA VANTAR ÞIG FREKARI UPPLÝSINGAR?
Ef þú vilt spyrja um námið eða fá aðstoð getur þú haft samband við yfirkennara Berglindi Ernu Tryggvadóttur á berglinderna@mir.is
Nánari upplýsingar um nám í myndlist má finna í námslýsingu.