Erasmus+

English

Myndlistaskólinn í Reykjavík á aðild að Erasmus, menntaáætlun Evrópusambandsins 2021-2027.

Erasmus+ verkefnisstjóri skólans annast samskipti við Erasmus+ á Íslandi og aðstoðar nemendur við að sækja um styrk til starfsnáms erlendis. Skólinn hvetur jafnframt kennara og annað starfsfólk til að sækja sér endurmenntun til Evrópu í gegnum Erasmus+. Nánari upplýsingar um tækifærin sem eru í boði:

Aðild að Erasmus (e. Erasmus Accreditation) er staðfesting á því að skólinn hafi unnið vandaða áætlun um Evrópusamstarf og náms- og þjálfunarverkefni sem hluta af stefnumörkum til framtíðar. Gæðaviðurkenningu vegna aðildar (e. Certificate of Excellence) fá stofnanir sem sýnt hafa fram á góðan árangur í náms og þjálfunarverkefnu. Viðurkenningin gildir í þrjú ár.

Skólinn á aðild að náms- og þjálfunarhluta Erasmus, bæði innan starfsmenntunar og á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Í Erasmus+ felast því fjölmörg tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk. Stofnanir með Erasmusaðild hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna í Erasmus menntaáætluninni. Aðildin gerir skólanum kleift að sækja um náms- og þjálfunarstyrki fyrir nemendur sína, nýútskrifaða nemendur og starfsfólk. Aðildin auðveldar skólanum að gera áætlanir um umfang alþjóðlegs samstarfs til lengri tíma og að kynna tækifæri í námi og þjálfun fyrir nemendum og kennurum. Aðildin bætir verkferla, eykur gæði verkefna og auðveldar skólanum að byggja upp samstarf og mynda traust í öðrum Evrópulöndum.