Nemendur á keramik-, listmálara-, teikni- og textílbrautum skólans geta sótt um styrki til starfsmenntunar erlendis, til lengri eða skemmri tíma. Dvölin getur verið í þátttökulöndum Erasmus+ en einnig í öðrum löndum.
- Núverandi nemendum skólans gefst kostur á að fara í hópferðir og starfsnám/þjálfun með kennurum brautarinnar.
- Útskriftarnemendur geta sótt um styrk til starfsnáms sem fram fer að lokinni útskrift. Sækja þarf um styrkinn áður en útskrift fer fram. Nýta þarf styrkinn innan tólf mánaða frá útskriftardegi.
Markmið náms- og þjálfunarferða nemenda er að auka hæfni þeirra og þekkingu á sínu fagsviði, efla sjálfstraust og tungumálakunnáttu, sem og að kynnast menningu og venjum annarra landa.