Barna- og unglingadeild skólans er í nánu samstarfi við Reykjavíkurborg, annars vegar um regluleg myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga yfir vetrartímann og hins vegar um ýmis tímabundin samstarfsverkefni við leik- og grunnskóla borgarinnar. Kennarar deildarinnar hafa jafnframt haldið endurmenntunarnámskeið fyrir kennara í grunnskólum um allt land.
Meðal samstarfsaðila erlendis er Kulturprinsen, miðstöð þróunar og rannsókna á menningu barna og ungmenna í Viborg í Danmörku. Myndlistaskólinn vann einnig að samstarfsverkefni sem nefnist Art Equal og er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun.
Nánari upplýsingar samstarfsverkefni barnadeildar má finna í stikunni hér til hliðar.