Styrkir fyrir starfsfólk og kennara

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir starfsfólk skólans. Hægt er að sækja um náms- og þjálfunarstyrki til þess að sinna kennslu eða þjálfun hjá skólum og stofnunum erlendis. Einnig er hægt að sækja fagtengd námskeið og vinnustofur, fara í starfsspeglun eða taka þátt í skipulögðum heimsóknum til skóla eða annarra stofnana erlendis. Einnig getur skólinn fengið gestakennara eða sérfræðinga erlendis frá.


Tækifæri
Starfsspeglun Dvalarlengd: 2 – 60 dagar
Gestakennsla við skóla, stofnanir og fyrirtæki í öðru landi Dvalarlengd: 2 – 365 dagar
Fagtengd námskeið og þjálfun. Styrkur vegna námskeiðsgjalda miðast við 10 daga að hámarki. Dvalarlengd: 2 – 30 dagar
Undirbúningsheimsóknir vegna ferða nemenda og starfsfólks í þeim tilgangi að auka gæði lengri dvalar, ferða þátttakenda með minni möguleika á þátttöku o.fl. Hámarksfjöldi þátttakenda eru þrír
Móttaka sérfræðinga frá skólum og stofnunum annarra landa Dvalarlengd 2 - 60 dagar
Móttaka kennara- og kennaranema frá skólum í öðrum löndum Dvalarlengd 10 - 365 dagar


Til þess að tryggja jöfn réttindi er mögulegt að sækja um styrki fyrir þátttakendur sem hafa minni möguleika til þátttöku. Um er að ræða styrki fyrir fylgdarmenn og annars nauðsynlegs viðbótarkostnaðar.

Lokað er fyrir umsóknir. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Erasmus verkefnisstjóra með tölvupósti.

Copy of myndlistaskolinn 147