Styrkir fyrir nemendur á framhaldsskólastigi

Nemendur á framhaldsskólastigi geta sótt um styrki að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá skólum og stofnunum í öðru landi. Dvölin verður að eiga sér stað í einu af þátttökulöndum Erasmus+ og skulu nemendur vera skráðir í Myndlistaskólann.

Nemendaferðir skiptast annars vegar í skemmri hópferðir þar sem kennarar þurfa að fylgja hópnum allan tímann og hins vegar í skemmri eða lengri einstaklingsferðir. Í einstaklingsferðum skal námið tengjast námi viðkomandi nemanda við skólann og vera sérstaklega miðað að þörfum hans.


Tækifæri Dvalarlengd
Nám og þjálfun fyrir nemendahópa (lágmarksfjöldi nemenda eru 2) 2 – 30 dagar
Skemmri dvöl – Nám í skólum og stofnunum 10 – 29 dagar
Lengri dvöl – Nám í skólum og stofnunum 30 dagar – 12 mánuðir


Dvalarlengd nemenda sem hafa minni möguleika til þátttöku getur verið styttri en nefnt er hér fyrir ofan, þegar sýnt er fram á að það sé nauðsynlegt. Lágmarksdvöl eru 2 dagar að ferðadögum frátöldum.


Gefin er út hámarksupphæð á dag. Heildarupphæðin miðast við dvalarlengd og er mismunandi eftir löndum. Upphæð á dag er reiknuð sem hér segir:

  • Fram að 14. degi: 100% af upphæðinni sem tilgreind er í töflunni fyrir neðan, á dag fyrir hvern og einn þáttakanda.
  • Frá 15. degi: 70% af upphæðinni sem tilgreind er í töflunni fyrir neðan, á dag fyrir hvern og einn þáttakanda.


Einstaklingsstyrkur: uppihald og tryggingar í eftirfarandi löndum Upphæð á dag (EUR)
Landshópur 1: Noregur, Danmörk, Luxemborg, Ísland, Svíþjóð, Írland, Finnland, Liecthenstein 80
Landshópur 2: Holland, Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Italía, Spánn, Kýpur, Grikkland, Malta, Portugal 70
Landshópur 3: Slóvenía, Eistland, Lettland, Króatía, Slovakía, Tékkland, Litháen, Tyrkland, Ungverjaland, Pólland, Rúmenía, Búlgaría, fyrrum Júgóslavneska lýðveldið Makedónía, Serbía 60


Nánari upplýsingar hafið samband við Erasmus verkefnisstjóra með tölvupósti.

Jaime paris 01 1