Nemendur á framhaldsskólastigi geta sótt um styrki að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá skólum og stofnunum í öðru landi. Dvölin verður að eiga sér stað í einu af þátttökulöndum Erasmus+ og skulu nemendur vera skráðir í Myndlistaskólann.
Nemendaferðir skiptast annars vegar í skemmri hópferðir þar sem kennarar þurfa að fylgja hópnum allan tímann og hins vegar í skemmri eða lengri einstaklingsferðir. Í einstaklingsferðum skal námið tengjast námi viðkomandi nemanda við skólann og vera sérstaklega miðað að þörfum hans.