Barna- og unglinganámskeið

Vetrarnámskeið fara fram einu sinni í viku og standa yfir í eina önn (tólf vikur). Krökkunum er alla jafna skipt í fjóra aldurshópa: 4-5 ára, 6-9 ára, 10-12 ára og 13-16 ára. Börnin eru aldrei fleiri en sex í yngsta aldurshópnum og mest tólf á kennara í unglingahópunum. Þannig er tryggt að hvert barn fái persónulega tilsögn við sitt hæfi.

Á sumrin er boðið upp á einnar og tveggja vikna löng námskeið fyrir börn í sumarleyfi. Kennslan fer fram daglega, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Krökkunum er skipt í nokkra aldurshópa og þau vinna með margvísleg efni og aðferðir, bæði tvívíð og þrívíð verkefni. Auk þess er farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta.

Allir kennarar í barna- og unglingadeild eru háskólamenntaðir á sviði myndlistar, hönnunar eða byggingarlistar og lögð er sérstök áhersla á að þeir hafi kennsluréttindi.

Staðsetningar

Námskeiðin eru haldin á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í JL-húsinu við Hringbraut og í frístundamiðstöðinni Miðbergi við Gerðuberg.

Sjá staðsetningar á kortinu: